Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Gullborinn frá 1922 á borholunni H-40 í Gufunesi. Það var síðasta holan sem boruð var meðþessum bor en það var árið 1965 Myndin er tekin vorið 1973 en fimm árum seinna var hann kominn á Árbæjarsafnið. (Ljósm. Snorri Þorvaldsson. Einkasafn Þ.J.) aðeins 1 MW (1032 kW). Rafmagn til ljósa í bænum gekk fyrir. Vinnsla Elliðaárvirkjunar árið 1922 var að- eins 3,04 GWh.34 Önnur aflvél 0,7 MW (688 kW) bættist við þegar árið 1923. Orka úr vatnsafli til iðnaðar var á frumstigi. Rafmagnsþörf Kolakranans við Reykjavíkurhöfn tók t.d. stóran hluta af afli Elliðaár- virkjunar á fyrstu árunum. Málmleit hf. var komið í greiðslu- þrot og borunum þess vegna sjálf- hætt. „JARÐHITAGULL" Næstu árin stóð Gullborinn í Gull- mýrinni engum til gagns en það átti eftir að breytast. Einn hluthafa í Málmleit var Guðmundur Ás- björnsson (1880-1952) kaupmaður í Reykjavík. Hann tók við embætti forseta bæjarstjórnar af Sigurði Jónssyni árið 1926 og gegndi því um árabil. Á þessum árum vaknaði áhugi manna að nýta jarðhitann í Þvottalaugunum - ekki aðeins til þvotta - heldur jafnvel til rafmagns- framleiðslu. Heita vatnið kom um aldir í sjálfrennsli til yfirborðs í Þvottalaugunum.35 Það hefur ekki verið verra að hluthafar Málmleitar voru áhrifa- menn í bæjarstjórninni og þeir sáu að Gullborinn gæti komið að gagni. Með jarðborunum mátti án efa ná meira af heitu vatni en náttúrulegt sjálfrennsli gaf. Samningar gengu fljótt fyrir sig og Rafmagnsveita Reykjavíkur keypti Gullborinn vor- ið 1928 og flutti inn í Þvottalaugar. Boranir hófust 26. júní og alls voru 14 holur boraðar með honum þar fram til ársins 1932. Niðurstaðan í rannsóknunum var að gufu til raf- magnsframleiðslu væri þar ekki að fá en töluvert af vatni til húshitunar - alls 23 lítrar á sekúndu og 92°C heitt. Aðeins þurfti að dæla vatninu til Reykjavíkur. Heita vatnið hefur verið gulls ígildi fyrir íbúa Reykjavíkur. í fram- haldinu var lögð veita og hún tekin í notkun í nóvember 1930 að nýreist- um Austurbæjarbarnaskólanum á Skólavörðuholtinu og mörgum öðr- um húsum við Bergþórugötuna, einnig í Landspítalanum og seinna í Sundhöllina við Barónsstíg. Sjálfrennsli er löngu hætt í Þvotta- laugunum. Langt er nú niður á vatnsborð heita vatnsins á jarðhita- svæðinu. Hitaveitan frá Þvottalaugunum, oft nefnd Laugaveitan, var upphaf- ið að Hitaveitu Reykjavíkur sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.