Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags gegnsæja skelina á neðra borði kuð- ungsins. Snigillinn er dökkbláleitur eða blágrár. Kuðungurinn er 11-16,5 mm í þvermál3. Yfirleitt eru bobbar fundnir hérlendis nálægt neðri stærðarmörkunum (2. mynd) eins og oft vill verða við nyrðri mörk útbreiðslusvæðis tegundar. Tegundirnar þrjár af Oxychilus- ættkvíslinni sem lifa í Norðvestur- Evrópu, laukbobbinn, kjallarabobb- inn og breiðbobbinn, eru allar frem- ur svipaðar að lögun og útliti en stærðarmunurinn er nokkur. Lauk- bobbinn er 5,5-7 mm í þvermál og kjallarabobbinn 9-12 mm, það er að segja báðir oftast minni en breið- bobbinn. ÚTBREIÐSLA Breiðbobbinn er upprunninn við Miðjarðarhafið en breiddist snemma út fyrir tilstilli mannsins til Vestur-Evrópu, Bretlands og suður- hluta Skandinavíu4. Til Bretlands var hann kominn á tímum Róm- verja og enn er hann talinn vera að breiðast út. Hann fluttist með menningu Evrópubúa til Norður- Ameríku og gengur þar raunar undir nafninu O. draparnaldi, sem líklega er til komið fyrir ritvillu. Hann finnst þar við austurströnd- ina, frá Massachusetts suður til Suð- ur-Karólínu, og líka vestur um meginlandið allt til Washington, Oregon og Kaliforníu5. Með Evr- ópumönnum hefur breiðbobbinn einnig borist til Nýja-Sjálands6. Eftir því sem næst verður komist er Reykjavík nyrsta búsvæði breið- bobbans á jörðinni. Líklegt verður að telja að breiðbobbinn hafi borist hingað með garðplöntum, hugsan- lega á vegum einhvers af frumherj- um garðyrkju í borginni. Lifnaðarhættir Breiðbobbanum líkar best lífið í og undir laufi og drasli á jörðinni, helst þar sem skjólsælt er og rakt. Nálægt norðurmörkum útbreiðslusvæðis- ins er hann fyrst og fremst tengdur manninum og umsvifum hans, finnst gjarnan í görðum, ruslahaug- um og meðfram vegum. Sunnar finnst hann einnig í náttúrulegu umhverfi og fjarri mannabyggð, í skógum, milli steina og í sjávar- hömrum. Fyrsta nýlenda breið- bobbans sem fannst í Reykjavík var milli steina á bökkum Tjarnarinnar við Skothúsveg. Síðari tíma fundar- staðir eru allir í görðum eða á óbyggðum lóðum. Flestar tegundir snigla lifa á jurta- fæði og eru lítt matvandar. Meðal annars lifa þær á leifum af laufi, sveppum, fléttum, rótum, fræjum, blómum og ávöxtum sem byrjaðar eru að meyrna. Hér eru þó nokkrar undantekningar á. Allmargar teg- undir af ættinni Zonitidae eru þekkt- ar kjötætur, lifa meðal annars á öðr- um sniglum. Einkum er breiðbobb- inn þekktur af kjötáti. Sumstaðar er- lendis eru kjötætusniglar notaðir til að halda niðri sniglaplágum við ræktun nytjajurta. SUMMARY The landsnail (Oxychilus drapamaudi (Beck, 1837)) confirmed in Iceland In Árni Einarsson's compilation of land snails in Iceland (1), written in 1977, it was reported that the species Oxychilus draparnaudi (Beck, 1837), Drapamaud's glass snail, had been found in Reykjavík in 1965. But in spite of considerable se- arching effort it had not been found for several years at the time of writing. In 1989 a healthy colony was found in a gar- den near the city centre and subsequent- ly several colonies were discovered in the same general area as well as in the neigh- bouring town Hafnarfjörður. The snails were most likely dispersed by garden plants from continental Europe. Reykja- vík is the northemmost known habitat of the species so far. Heimildir 1. Árni Einarsson 1977. Islenskir landkuð- ungar. Náttúrufræðingurinn 47. 65-87. 2. Schútt, H. 1996. Landschnecken der Tiirkei. Acta Biologica Benrodis, Supple- mentband 4. 497 bls. 3. Kerney, M.P., Cameron, R.A.D. & Jung- bluth, J.H. 1983. Die Landschnecken Nord- und Mitteleuropas. Verlag Paul Parey, Hamburg u. Berlin. 384 bls. 4. Kemey, M. 1999. Atlas of the Land and Freshwater Molluscs of Britain and Ireland. Harley Books, Essex. 263 bls. 5. Burch, J.B. 1962. The Eastem Land Snails. Wm. C. Brown Company Publishers, Iowa. 213 bls. 6. Barker, G.M. 1999. Naturalised terrestrial Stylommatophora (Mollusca: Gastropoda). Fauna of New Zealand 38. Lincoln, Manaaki Whenua Press. 254 bls. UM HÖFUND fPáll Einarsson (f. 1947) lauk doktorsprófi í jarðeðlisfræði frá Columbia-háskólanum í New York 1975 og hefur ver- ið prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla íslands 1994-1997 og frá 1999. Rann- sóknarviðfangsefni hans eru jarðskorpuhreyf- ingar, jarðskjálftar og eldvirkni, en hann er einnig áhugamaður um útbreiðslu lindýra. PÓSTFANG HÖFUNDAR Páll Einarsson palli@hi.is Jarðvísindastofnun háskólans, Sturlugötu 7, IS-101 Reykjavík 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.