Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn ýmsar tækniframfarir erlendis í gerð jarðbora. í Erkelenz í Rínar- lðndum í Þýskalandi voru verk- smiðjur Alfred Wirth & Co. sem framleiddu jarðbora - Haglabora - sem eru einfaldir og um leið marg- brotnir snúningsborar með mörg- um smáum og stórum hjólum og flatreimum sem bora með kjarnaröri neðst á borstangalengj- unni sem er svo snúið með drifi í borvélinni. Neðri endinn á kjarnarörinu er úr óhertu stáli. Borstengurnar eru holar að irtnan og gegnum þær rennur vatnið til skolunar og kælingar og sömuleiðis borhöglin sem leika á mörkum óherta stálsins og bergsins. Höglin eru 2 mm í þvermál og úr hertu stáli. Alþjóðlegt heiti þeirra er calyxie. Það er harka þeirra sem særir bergið sundur kringum kjarn- ann sem verður eftir í kjarnarörinu. Þegar kjarnarörið er fullt verður að hífa upp alla stangalengjuna, taka kjarnann úr kjarnarörinu og slaka öllu saman aftur niður. Verkfræð- ingarnir hjá Alfred Wirth & Co. gerðu ráð fyrir að borinn væri knú- inn með rafmagni en væri það ekki til staðar mátti bora með handafli bormannanna sjálfra með því að snúa sveifunum á borvélinni. Tveir nágrannar í Reykjavík, járn- smiðirnir Páll Magnússon (1877- 1960) og Kristófer Sigurðsson (1874-1942) varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík, héldu gullmálinu alltaf vakandi með áhuga sínum og trú á málefninu. Þar kom 26. maí 1921 að þeir Páll og Kristófer sóttu ásamt fleirum til bæjarstjórnarinnar um einkaleyfi til málmleitar í Vatns- mýrinni. Beiðnin var samþykkt fyrst í Fasteignanefnd bæjarins og síðan í bæjarstjórninni. Einkaleyfið var ókeypis en skilyrt að nokkru leyti, m.a. með því að sérfróður maður ynni með umsækjendum og skriflegri skýrslu um gang mála yrði skilað til bæjarstjórnar.251 fram- haldinu var stofnað hlutafélagið Málmleit 30. apríl 1922. Hluthafar voru 49 talsins, meðal þeirra voru margir iðnaðarmenn og kaupmenn. Einn hluthafanna, Sigurbjörn Þor- kelsson (1885-1981) kaupmaður í Vísi, lýsir í ævisögu sinni áhuga og atorku gullleitarmanna.26 Fyrsti stjórnarfundurinn í félaginu var haldinn 1. maí sama ár. Formaður stjórnar var kosinn Sigurður Jóns- son (1872-1936), lengi skólastjóri í Miðbæjarbarnaskólanum og forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur 1924- 1926. Helgi Hermann Eiríksson (1890-1974) námuverkfræðingur var ráðinn umsjónarmaður með gullleitinni. Helgi Hermann nam verkfræðina í Skotlandi.27 Einhver kynni hafði hann af kolanámu á námstímanum. Sumarið 1922 var hann við vinnu í silfurbergs- námunni á Helgustöðum í Reyðar- firði. Hann segir frá silfurbergs- námunni í ævisögu sinni en nefnir ekki gullleitina í Vatnsmýrinni.28 Þýski haglaborinn og fylgihlutir voru í farmi e/s Islands þegar það kom til Reykjavíkur 12. maí 1922 (4. mynd). Guðmundur Hlíðdal verk- fræðingur hafði verið félaginu betri en enginn við að panta borinn og tilheyrandi.29 Þessi haglabor, sem auðvitað var fljótt nefndur Gullborinn, var strax fluttur suður í Gullmýri „niður undan Suðurpól".30 Undirbúningi fyrir borun var lokið að mestu fyrir maílok; m.a. var reistur skúr yfir borinn og lagður rafstrengur frá borstað að Kennaraskólanum við Laufásveg en þar var á þessum tíma sá ljósastaur sem syðstur var í Reykjavík. Margir hluthafar unnu launalaust við undirbúninginn.25 Með Gullbornum voru boraðar tvær holur í Gullmýrinni - báðar með handafli. Sigurbjörn kaupmað- ur í Vísi getur þess sértaklega í ævi- sögu sinni að hann og Páll Magnús- son hafi hjálpað bormönnunum að snúa sveifunum.25 Byrjað var að bora í fyrri holunni þann 1. júní og haldið áfram til 11. sama mánaðar en þá gert hlé fram í október. Borun hófst svo aftur af fullum krafti þar sem frá var horfið 1. nóvember. Bor- menn voru þeir Einar Jónsson Leó (1893-1976) trésmiður og Pétur Þor- steinsson (1865-1935) verkstjóri. Borað var með 92 mm borkrónu niður í 4 metra en 76 mm þaðan. Það óhapp vildi til þann 23. nóvem- ber að borkrónan festist á 22,5 metra dýpi og borstrengurinn sner- ist í sundur. Fiskun á borkrónunni stóð yfir til 2. desember en tókst ekki. Auk borkrónunnar urðu eftir niðri 4 metrar af borstöngum. Stjórn Málmleitar hf. ákvað á fundi 8. des- ember 1922 að bora nýja holu og „... flytja vjelamar um 2 fet í suðvest- læga átt (þ.e. beint aftur ábak) án þess að hreyfa skúrana eða annan útbúnað ...". Strax daginn eftir var flutningur hafinn en fyrst byrjað að bora þann 16. Um miðjan janúar 1923 var haglaborkrónan orðin uppslitin og engin önnur til í land- inu. Félagið hafði pantað „vara- tæki" að utan en það sat allt fast suður í Ruhr-héraði í Þýskalandi vegna uppreisnar þýskra kommún- ista og hersetu franska hersins. Loks í byrjun apríl tókst að fá smíð- aða haglaborkrónu hér heima á við- ráðanlegu verði. Þann 2. maí vorið 1923 var dýpi holunnar orðið 48,25 metrar. Líklega hefur verið borað lengra niður, því Guðmundur G. Bárðarson (1880-1933) náttúru- fræðikennari segir dýpi hennar vera 57 metra31 og Steingrímur Jónsson (1890-1975) rafmagnsveitustjóri í Reykjavík telur hana vera 54 metra djúpa.32 Þvermál holunnar er með vissu 92 mm niður í 17,3 metra. Stjórn Málmleitar ætlaði að bora þriðju holuna en aldrei varð af því. Búið var að ákveða borstaðinn sem ætlunin var að flytja bortækin á „... ca 12 m til norðurs eða rjett norður fyrir gömlu gullborunar-holuna". Rafmagn fékkst aldrei frá Elliða- árvirkjun fyrir 5 hestafla rafmagns- mótorinn til að knýja borvélina þrátt fyrir að Sigurður stjórnarfor- maður Málmleitar skrifaði Raf- magnsveitu Reykjavíkur gagngert í tvígang. Sigurður áætlaði aflþörfina annars vegar 3 kW fyrir rafmagns- mótorinn og hins vegar 1 kW fyrir skúrinn til lýsingar og hitunar.33 Fyrsta aflvél Elliðaárvirkjunar var 114 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.