Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn hefur látið bora eftir heitu vatni með stórum jarðborum frá Jarðbor- unum ríkisins og Jarðborunum hf. á Suðurreykjum og í Mosfellsdal í Mosfellssveit, Reykjavík og á Nesja- völlum í Grafningi til húshitunar í Reykjavík og öllum nágrannasveit- arfélögunum nema í Seltjarnarnes- kaupstað. Hitaveita Reykjavíkur og Raf- magnsveita Reykjavíkur voru sam- einaðar undir nafninu Orkuveita Reykjavíkur í ársbyrjun 1999. Réttu ári síðar sameinaðist Vatnsveita Reykjavíkur Orkuveitu Reykjavíkur. Rafmagnsveita Reykjavíkur og síðar Hitaveita Reykjavíkur stóð fyrir jarðborunum í leit að hita og vatni með eigin borum allt til janú- ar 1965. Gullborinn var einn af þremur litlum jarðborum í þeim borflota. Með Gullbornum voru alls borað- ar 76 holur, samtals 21.246 metrar að lengd. Þar af voru boraðar fjórar holur eftir köldu vatni á Miðnes- heiði á stríðsárunum fyrir banda- ríska setuliðið, tvær holur, einnig eftir köldu vatni, í Keflavík fyrir Keflavíkurhrepp, ein hitaleitarhola á Hliði á Alftanesi fyrir Sigurð Jón- asson forstjóra (1896-1965) og ein kjarnahola við Sogið í Grímsnesi til rannsóknar á virkjun Irafoss. Gullborinn stóð lengi á síðustu holunni sem boruð var með honum - sjávar- og vestanmegin við Aburð- arverksmiðjuna í Gufunesi (4. mynd). Jóhannes Zoéga (1917-2004) verkfræðingur, hitaveitustjóri Hita- veitu Reykjavíkur 1962-1987, lét gera Gullborinn upp og setja á Ar- bæjarsafnið í Reykjavík vorið 1978. Aður hefur verið minnst á að þýska höggbornum frá 1907 hafi verið ruglað saman við hinn eina sanna Gullbor - þýska haglaborinn - á Arbæjarsafninu. Eins er danska og þýska höggbornum ruglað sam- an. Magnús Ólafsson (1862-1937) ljósmyndari í Reykjavík tók með vissu myndir af danska höggborn- um í Gullmýrinni árið 1905. Ljós- myndir Magnúar eru varðveittar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og á Þjóðminjasafninu. Sigfús Eymunds- son bóksali í Reykjavík gaf út póst- kort með einni myndinni. Sam- kvæmt viðtali höfundar vorið 2006 við frú Ragnheiði Vigfúsdóttur, safnara í Reykjavík, var útliti póst- korta breytt árið 1906. Póstkort Sig- fúsar af höggbornum í Gullmýrinni er eins og þau voru fyrir breytingu. Myndir af danska höggbornum prýða endurminningar Knud Zim- sen borgarstjóra, ævisögu Sigur- björns Þorkelssonar kaupmanns í Vísi og eitt rit Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í stað þýska haglaborsins.36 Gullborinn er einn fárra jarðbora á Islandi sem náðu því að verða tækniminjar en ekki brotajárn til endurvinnslu. Eftirmáli Bygging Landspítalans sunnanmeg- in í Skólavörðuholtinu hófst á þriðja áratug síðustu aldar. Hornsteinn var lagður 15. júní 1926 við hátíðlega at- höfn að viðstöddum konungi Is- lands, Kristjáni X. (1870-1947), og ÁEafcfr. j|||rr . ag Wttk ■ '7' i||yg|gygjj 5. mynd. Gullholan frá 1922 eins og hún leit út vorið 2004. Holustúturinn sem þartia sést er þó ekki frá 1922, hann hefur líklega ver- ið endurnýjaður um fyrir miðja 20. öld. Leikskólinn Sólbakki í baksýn. (Ljósm. Þ.J.) 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.