Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 56
Náttúrufræðingurinn hefur látið bora eftir heitu vatni með stórum jarðborum frá Jarðbor- unum ríkisins og Jarðborunum hf. á Suðurreykjum og í Mosfellsdal í Mosfellssveit, Reykjavík og á Nesja- völlum í Grafningi til húshitunar í Reykjavík og öllum nágrannasveit- arfélögunum nema í Seltjarnarnes- kaupstað. Hitaveita Reykjavíkur og Raf- magnsveita Reykjavíkur voru sam- einaðar undir nafninu Orkuveita Reykjavíkur í ársbyrjun 1999. Réttu ári síðar sameinaðist Vatnsveita Reykjavíkur Orkuveitu Reykjavíkur. Rafmagnsveita Reykjavíkur og síðar Hitaveita Reykjavíkur stóð fyrir jarðborunum í leit að hita og vatni með eigin borum allt til janú- ar 1965. Gullborinn var einn af þremur litlum jarðborum í þeim borflota. Með Gullbornum voru alls borað- ar 76 holur, samtals 21.246 metrar að lengd. Þar af voru boraðar fjórar holur eftir köldu vatni á Miðnes- heiði á stríðsárunum fyrir banda- ríska setuliðið, tvær holur, einnig eftir köldu vatni, í Keflavík fyrir Keflavíkurhrepp, ein hitaleitarhola á Hliði á Alftanesi fyrir Sigurð Jón- asson forstjóra (1896-1965) og ein kjarnahola við Sogið í Grímsnesi til rannsóknar á virkjun Irafoss. Gullborinn stóð lengi á síðustu holunni sem boruð var með honum - sjávar- og vestanmegin við Aburð- arverksmiðjuna í Gufunesi (4. mynd). Jóhannes Zoéga (1917-2004) verkfræðingur, hitaveitustjóri Hita- veitu Reykjavíkur 1962-1987, lét gera Gullborinn upp og setja á Ar- bæjarsafnið í Reykjavík vorið 1978. Aður hefur verið minnst á að þýska höggbornum frá 1907 hafi verið ruglað saman við hinn eina sanna Gullbor - þýska haglaborinn - á Arbæjarsafninu. Eins er danska og þýska höggbornum ruglað sam- an. Magnús Ólafsson (1862-1937) ljósmyndari í Reykjavík tók með vissu myndir af danska höggborn- um í Gullmýrinni árið 1905. Ljós- myndir Magnúar eru varðveittar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og á Þjóðminjasafninu. Sigfús Eymunds- son bóksali í Reykjavík gaf út póst- kort með einni myndinni. Sam- kvæmt viðtali höfundar vorið 2006 við frú Ragnheiði Vigfúsdóttur, safnara í Reykjavík, var útliti póst- korta breytt árið 1906. Póstkort Sig- fúsar af höggbornum í Gullmýrinni er eins og þau voru fyrir breytingu. Myndir af danska höggbornum prýða endurminningar Knud Zim- sen borgarstjóra, ævisögu Sigur- björns Þorkelssonar kaupmanns í Vísi og eitt rit Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í stað þýska haglaborsins.36 Gullborinn er einn fárra jarðbora á Islandi sem náðu því að verða tækniminjar en ekki brotajárn til endurvinnslu. Eftirmáli Bygging Landspítalans sunnanmeg- in í Skólavörðuholtinu hófst á þriðja áratug síðustu aldar. Hornsteinn var lagður 15. júní 1926 við hátíðlega at- höfn að viðstöddum konungi Is- lands, Kristjáni X. (1870-1947), og ÁEafcfr. j|||rr . ag Wttk ■ '7' i||yg|gygjj 5. mynd. Gullholan frá 1922 eins og hún leit út vorið 2004. Holustúturinn sem þartia sést er þó ekki frá 1922, hann hefur líklega ver- ið endurnýjaður um fyrir miðja 20. öld. Leikskólinn Sólbakki í baksýn. (Ljósm. Þ.J.) 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.