Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Setlög með Aldur Arnarbeyki Hrútabeyki plöntusteingervingum (m.á.) Fagus fríearichii Fagus gussonii Hreðavatn - Stafholt 7-6 Skarðsströnd - Mókollsdalur 9-8 X X X X Tröllatunga - Gautshamar 10 Brjánslækur - Seljá 12 Dufansdalur - Ketilseyri 13,5 X X X X Selárdalur - Botn 15 X X X X xO c xO c 15 c o 15 c O Z3 03 T3 s Z3 03 33 —1 < UL_ Ll_ 1 < LL_ LL_ 1. tafla. Yfirlit yfir setlagasyrpur með plöntusteingervingum, aldur peirra og afstöðu jarðlaga (sjá 1. mynd). Leifar arnarbeykis (Fagus friedrichiU hafa aðeins fundist í tveimur elstu setlagasyrpunum sem eru 15 og 13,5 milljón ára gamlar. í setlögum sem eru 12-10 milljón ára gömul hafa engar beykileifar fundist, en í setlögum sem eru 9-8 milljón ára eru steingervingar hrútabeykis (Fagus gussonif) áberandi. í yngri setlögum á íslandi hafa ekki fundist beykileifar. - List ofmost prominent sedimentary formations that contain plantfossils and their relative age and distribution (see Figure 1). Fossils referred to as Fagus friedrichii have only been found in two of the oldest sedimentary formations, 15 and 13.5 Ma old, respectively. Sediments that are 12-10 Ma do not contain any reliable fossils that can be referred to the genus Fagus. In the younger 9-8 Ma sediments fossils of Fagus gussonii are quite common. In younger Icelandic sediments no Fagus fossils have beenfound. Aldur ofangreindra jarðlaga, sem steingervingar hafa fundist í á Vest- fjörðum, hefur verið ákvarðaður með kalíum-argon aldursgreining- araðferð og argon-argon aðferð svo og segulmælingum með tengingum við segultímatal. Greiningar á sýn- um frá Vestfjörðum gefa til kynna að elstu hraunlög þar séu 16,0 ± 0,3 milljón ára1", 15,32 ± 0,7 milljón ára11 og 15,86 ± 0.56 milljón ára12. Nýlegar segulmælingar benda til þess að set- lögin í Þórishlíðarfjalli í Selárdal og Botni í Súgandafirði séu um það bil 15 milljón ára.17 í Lambadal og fjall- inu Töflu í Dýrafirði eru setlögin tal- in vera um 13,5 milljón ára7-811 og loks eru setlögin í Hrútagili í Mó- kollsdal álitin mynduð fyrir 9-8 milljón árum511. Aldur setlaganna í Töflu og Hrútagili er fenginn með aldursgreiningum með kalíum- argon aðferð á hraunlögum ofan og neðan við setlögin, en einnig teng- ingum út frá segulmælingum. Lýsing og greining BEYKILEIFA Beykileifar hafa fundist í íslenskum setlögum sem talin eru 15, 13,5 og 9-8 milljón ára gömul (1. tafla). Mest hefur fundist af laufblöðum og hafa þau verið greind til tveggja tegunda; Fagus friedrichii og Fagus gussonii. Fyrrnefnda tegundin verð- ur hér eftir nefnd arnarbeyki (eftir Arnarfirði), en hin síðarnefnda hrútabeyki (eftir Hrútagili í Mó- kollsdal). Báðar tegundirnar eru formtegundir, og eru tegundalýs- ingar alfarið byggðar á steingerðum laufblöðum eða blaðförum. Þar sem aðeins önnur tegundin, arnarbeyk- ið, finnst í setlögum sem eru 15 til 13,5 milljón ára er aldinum og fræj- um sem finnast í þeim setlögum lýst með laufblöðum arnarbeykis, enda líklegast að þessi aldin og fræ til- heyri því. I yngri setlögum sem eru 9-8 milljón ára hefur aðeins fundist hin tegundin, hrútabeyki, og eru aldin og fræ sem finnast í þeim set- lögum talin tilheyra henni. Tegund- irnar tvær hafa hvergi fundist sam- an í setlögum hér á landi. Lýsingar á laufblöðum eru í sam- ræmi við lýsingar og greiningar- tækni Dilchers.18 Við lýsingu lauf- blaða eru notuð öll útlitseinkenni sem auðvelda greiningu til tegunda (6. mynd). Þessi einkenni eru m.a. lögun strengjakerfis frá miðstreng og niður í minnstu smástrengi, lega strengjaenda við blaðrönd, lögun tanna og blaðodds og stærðarhlut- föll einstakra einkenna. Enginn við- urkenndur greiningarlykill er til fyr- ir aldin og bent hefur verið á að erfitt sé að greina aldin til tegunda þar sem ytri einkenni afmyndist eða af- máist oft við flutning, gröft og sam- þjöppun setlaga. Ytri einkennum aldina og fræja var þó lýst eins ná- kvæmlega og unnt er og stærðar- hlutföll einstakra einkenna metin (6. mynd). Hér á eftir er þessum tveim- ur beykitegundum lýst, fyrst lauf- blöðunum þar sem tegundalýsing- arnar byggja að mestu leyti á þeim, þá koma aldinin og loks fræin. Formfræðilegur samanburður stein- gervinga beykis við núlifandi teg- undir og flokkunarfræði beykiættar- innar er að mestu samkvæmt Denk.19 Arnarbeyki Fagus friedrichii Grímsson & Denk - Arnarbeyki 1869 Castanea ungeri auct. (non Heer). - Heer: bls. 32, mynda- síða 7, mynd 1-3.20 1869 Fagus antipofii auct. (non Heer). - Heer, bls 30, mynda- síða 7, mynd 5-8 (ekki 4).20 1869 IFagus antipofii var. emarg- inata Heer. - Heer, bls. 30, myndasíða 7, mynd l.20 1869 Fagus macrophylla auct. (non Unger). - Heer, bls. 31, myndasíða 8, mynd 2.20 1946 Fagus antipofii auct. (non Heer). - Askelsson, bls. 81, mynd 2.2 1946 Fagus deucalionis auct. (non Unger). - Áskelsson, bls. 83, mynd 3.2 1956 Dicotylodonous sp. - Áskels- son, bls. 46, mynd 4.21 1957 Fagus cf. ferruginea Aiton - Áskelsson, bls. 26, mynd 2.3 1978 Fagus cf. ferruginea Aiton foss. Nath. - Akhmetiev o.fl., myndasíða 1, mynd 6.5 2005 Fagus friedrichii Grímsson & Denk. - Grímsson og Denk, myndasíða 1-8.9 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.