Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Mýrarauðahólkar úr Drumbabót. Ljósm. Sturla Friðriksson í maí 2006. Drumbar þessir standa um 40 cm upp úr sandinum en sandlagið er um 50 cm þykkt frá rótum trjánna (1. mynd). Má því ætla að uppruna- legt gjóskulag hafi verið um 90 cm þykkt eða jafnvel enn þykkara. Hef- ur það varðveitt drumbana og forð- að þeim frá rotnun í um 1200 ár en sá hluti bola og greina birkitrjánna sem stóð ofan öskunnar hefur eðli- lega grotnað og orðið veðri og vindi að bráð. Síðan askan barst yfir svæðið hefur myndast jarðvegur ofan á henni og jafnvel mýrajörð, en í votlendi þessu hefur elfting vaxið. Má víða sjá leifar af þessari elftingu og svartar loftrætur hennar, sem vafðar eru um drumbana. Á einum stað á þessu svæði, aust- anvert í Drumbabót, gat að líta nokkra litla, sívala sandsteina. Þeir lágu ofan á sandlaginu og litu út eins og járnhólkar. Mér kom í hug að þarna væru hringir úr hringa- brynju Flosa eða Kára Sölmundar- sonar! Þegar betur var að gáð mátti sjá að hólkar þessir gátu verið brot úr lengri rörum. Kom þá sú tilgáta fram að þarna væru fundnir hólkar sem Hallgerður langbrók hefði not- að til að bregða hárlokkum í eða einskonar skotthúfuhólkar. Ekki voru hólkar þessir samt nægilega veglegir til að vera djásn fornkon- unnar frægu. I safni þessu voru sex heillegir hólkar ásamt nokkrum hólkabrotum. Þvermál þeirra var 1,8-2,0 cm og hol- rýmið í miðjunni 0,3-0,8 cm. Sum hólkarörin voru sporöskjulöguð og dálítið sigðardregin. Lengd hvers hólks var 1 cm eða minna (3. mynd). Ekki hef ég áður séð hólka af þessu tagi en helst dettur mér í hug að sandur geti hlaðist svona utan um loftstöngla elftinga eða jafnvel aðrar rætur. Mýrarauði límir saman sandkornin og steypir þau í hólk. heimildir 1. Óskar Knudsen & Ólafur Eggertsson 2005. Jökulhlaupaset við Þverá í Fljótshlíð. í: Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjalla- jökli (ritstj.: Magnús Tumi Guðmundsson & Ágúst Gunnar Gylfason). Ríkislögreglu- stjórinn, Háskólaútgáfan. Bls. 113-121. 2. Ólafur Eggertsson 2006. Fornskógurinn í Fljótshlíð. Skógræktarritið 1. 65-68. 3. Ólafur Eggertsson, Óskar Knudsen & Hjalti J. Guðmundsson 2004. Drumbabót í Fljóts- hlíð - fornskógur sem varð Kötlu að bráð? Fræðaþing landbúnaðarins 2004. 337-340. Um höfund Sturla Friðriksson (f. 1922) lauk BA-prófi frá Cornell- háskóla í Bandaríkjunum 1944 og MS-prófi frá sama skóla 1946. Þá hlaut hann PhD-gráðu frá Saskatche- wan-háskólanum í Kanada 1961. Hann var sérfræðingur á sviði jurtakynbóta við Atvinnudeild Háskólans frá 1951 og Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá 1965, en deildarstjóri jarðræktardeildar Rala frá 1970. Hann var formaður Náttúrufræðifélagsins 1956-57 og vísindafélags íslendinga 1965-67. Hann var einn af stofnendum Erfðafræðinefndar Háskólans, Surtseyjarfélagsins, Lífs og Lands og Land- verndar. Sturla hefur starfað sem erfða- fræðingur og vistfræðingur hér á landi og í erlendum samtökum. PÓSTFANG höfundar/Author’s ADDRESS Sturla Friðriksson sturlafr@isl.is Skildingatanga 2 101 Reykjavík 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.