Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Búrin voru burstuð að utan, til að hreinsa afþeim ungviði kræklinga, þörunga, ásætur o.fl., og síðan sett aftur á sinn stað. - The cages were brushed to remove thejuvenile mussels, algae and episodes and then put in place again. Ljósm./Photo: Halldór P. Hall- dórsson/Jóhanna B. Weisshappel. Efnamælingar í mjúkvef kræklinga Niðurstöður efnamælinganna gefa til kynna að iðjuverin á Grundar- tanga hafi lítil áhrif í þá átt að mengunarefni safnist upp í sjávar- lífverum í nágrenninu. Magn þung- málma og annarra ólífrænna snefil- efna mældist undir eða við grein- ingarmörk mæliaðferðarinnar og einnig PAH, að undanskildu ben- só(a)pýren í kræklingum frá tveim- ur stöðvum vestur af Grundar- tangahöfn, á 5 m dýpi. Þar mældist uppsöfnun efnasambandsins bensó- (a)pýrens í mjúkvef kræklinga, ann- ars vegar 0,84 pg/kg votþyngd (vþ) og hins vegar 3,3 pg/kg vþ. Grein- ingarmörk mæliaðferðarinnar eru 0,5 pg/kg vþ. Mögulegt er að þetta efnasamband sé að hluta úr flæði- gryfjum við höfnina. Ekki eru til nein íslensk viðmið fyrir PAH. Ef litið er til viðmiðunar- marka fyrir bensó(a)pýren í mat- vælum í löndum ESB14 telst magnið lítið. í löndum ESB eru viðmiðunar- mörkin fyrir krækling 10 pg/kg vþ og er magnið sem mældist í Hval- firði vel innan þeirra. Lægstu við- miðunarmörk Norðmanna fyrir krabbameinsvaldandi PAH eru einnig 10 pg/kg vþ.15 Þar sem ben- só(a)pýren var eina efnið í þessum flokki sem mældist í kræklingi í Hvalfirði telst svæðið óverulega eða lítt mengað miðað við norsku við- miðunarmörkin. Þrátt fyrir að magn ben- só(a)pýrens mældist lítið, og vel undir viðmiðunarmörkum um styrk aðskotaefna í kræklingi til manneld- is í ESB-löndum og Noregi, sýna framangreindar niðurstöður að full ástæða er til að vakta vistkerfi sjávar í nágrenni iðjuveranna á Grundar- tanga með reglulegu millibili. SUMMARY Pollution load in the ocean eco- system monitored by mussels The common blue mussel (Mytilus edul- is) is a suitable organism to use for biomonitoring of pollution levels in its surrounding ocean area and to predict for the bioavailability of the pollutants to the organisms within the area. Mussels are filter feeders that can process large amounts of water when feeding on microorganisms and organic particulates. In the process, the mussels also filter pollutants from the water, storing them in their tissues and shell. During the summer of 2004 in- vestigations were carried out on the accu- mulation of polycyclic aromatic hydro- carbons (PAHs) and several inorganic substances, mostly heavy metals, in soft tissue from mussels. The mussels were kept in cages for two months at several sites in the vicinity of the industrials of Hvalfjordur, as well as at one control site. The investigations were a part of en- vironmental monitoring of the Nordic aluminium plant at Grundartangi and base-line assessment of the proposed an- ode plant at Katanes. In the investigations great emphasis was on creating livable conditions for the mussels within the cages. The design of the cages and the handling of mussels 7. mynd. Nokkuð var um ungviði kross- fiska utan á búrunum. Augljóst er að það er sólgið í ungviði kræklinga (1-2 mm skeljalengd). - Several starfish juveniles werefound on the surface of the cagesfeed- ing on juvenile mussels (1-2 mm shell length). Ljósm./Photo: Jóhanna B. Weiss- happel. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.