Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn svæðinu. Farið var um rannsóknar- svæðið, eða hluta þess, á hverju sumri og svæðið talið fullkannað haustið 1999. Upplýsingum um gömul og ný teistuvörp var safnað skipulega með viðtölum við stað- kunnuga og m.a. rætt við bændur, sjómenn og minka- og refaveiði- menn (sbr. 1. viðauka). Við öflun eldri upplýsinga voru tímamörk sett við árabilið 1950-1960, enda mundu fáir heimildarmanna lengra aftur og á þeim tíma var minkur að byrja að nema land á rannsóknar- svæðinu. Hafa ber í huga að hvorki teistan né varpstaðir hennar vekja mikla athygli og nytjar af teistu hafa nær engar verið í seinni tíð nema skotveiðar. Heimildarmörtnum okk- ar bar saman um að teistu hefði stór- fækkað á rannsóknarsvæðinu og töldu reyndar sumir að hún væri ekki varpfugl þar lengur. Allar vísbendingar voru kannað- ar auk þess sem við gengum mest- alla strandlengjuna og fórum á gúmmíbáti út í hólma og sker. Upp- lýsingar voru skráðar jafnóðum og staðsetningar færðar á kort ásamt örnefnum. Hreiður voru talin eða fjöldi þeirra áætlaður eins vel og unnt var í öllum teistuvörpum sem fundust, og í tilteknum vörpum var holum í notkun gefið númer. I sum- um tilfellum var einungis skoðað í síðari hluta júlí um leið og ungar voru merktir og þess vegna líklegt að fjöldi varppara þar sé vanmet- inn, jafnvel allt að fimmtungi, eða sem nemur þeim pörum sem varp misfórst hjá fyrr um sumarið.10 Töl- ur um stærð varpa eru í þeim tilfell- um lágmarkstölur. Leit að teistuvörpum og talning hreiðra er tímafrekt starf. Varpstað- ir eru lítt áberandi og hreiðrin falin í urðum og gjótum. Vísbending um varpstað er þar sem fuglar safnast saman kvölds og morgna á vorin fyrir varp10 (4. mynd). Það fer þó eft- ir veðri og sjávarföllum hve margir fuglar safnast að í hvert skipti. Oft þurfti að fara um sama svæði nokkrum sinnum þar til ljóst varð að fuglar áttu það til að safnast um tíma að stöðum þar sem ekkert varp var og reyndist þá oft um gamla aflagða varpstaði að ræða. Á unga- tíma í júlí var kannað hvort fuglar bæru æti í hreiður. Oft má þekkja hreiður á dritskellu sem stundum verður áberandi út frá holumunn- anum, en sést þó alls ekki alltaf þótt ungar séu eða hafi verið í holu. Stærð varpa var metin út frá fjölda notaðra hreiðurhola og gert ráð fyrir að eitt par stæði að hverju hreiðri. Heimildarmenn okkar áætl- uðu einnig stærð varpa skv. fjölda 4. mynd. Teistur safnast saman við varpstað snemma vors áður en varp hefst. - Black Guillemots gather at breeding site in early spring before egg-Iaying. Ljósm./Photo: Jón Hallur Jóhannsson. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.