Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 52
Ná t tú ru f ræðingurinn unni en það hvarf alveg í skuggann af ætluðum gullfundi á 40 metra dýpi í lok mars 1905 (3. mynd). A vegum blaðsins Reykjavík var dreift fregnmiða í Reykjavík um gullið þann 1. apríl 1905. Önnur blöð í Reykjavík létu ekki sitt eftir liggja. Margir bæjarbúar, jafnt lærð- ir sem leikir, höfðu skoðun á því hvort gull væri eða væri ekki í Vatnsmýrinni. Nokkrir skrifuðu í bæjarblöðin um hið meinta gull og vildu flestir nýta tækifærið landinu til framdráttar. Asgeir Torfason (1871-1916) efnafræðingur, Erlend- ur Magnússon (1849-1909) gull- smiður og Björn Kristjánsson (1858-1939) kaupmaður og alþing- ismaður töldust m.a. til lærðra. Björn var vel að sér um marga ólíka hluti en aðeins með próf í skó- smíði.10 Tveir Vestur-íslendingar blönduðu sér í umræðuna og blaða- skrifin. Annar þeirra, Hannes Snæ- björnsson Hansson (1863-1932), var alkominn heim fyrir ætlaðan gull- fund.11,12 Hinn, Arnór Arnason (1869-1939) málmbræðslumaður í Chicago, kom ásamt eiginkonu sinni haustið 1905 í heimsókn til gamla landsins.13 (Þessir Vestur-ís- lendingar voru ekki fyrstu Islend- ingarnir sem komust í tæri við gullæði og gullleit. Má þar með vissu nefna þá Holgeir P. Clausen (1831-1901) kaupmann í Ólafsvík14 og Þorvald Halldórsson (1847- 1874) frá Bryggjum í Austur-Land- eyjum, sem báðir voru í Astralíu.)15 Vatnsleitarbletturinn í Vatnsmýr- inni fékk nýtt nafn - auðvitað Gull- mýri. Lóðir í nágrenni Gullmýrar hækkuðu strax nokkuð í verði - en auðvitað var það tímabundið - þar voru vestan megin kartöflugarðar bæjarbúa, til 1950 eða lengur, og sunnan megin, frá 1940, Reykjavík- urflugvöllur.16 Æðstu embættismenn bæjarins og bæjarstjórnin þurftu líka að funda og ákveða næstu leiki annars vegar í vatnsleitarmálum og hins vegar í gullleitinni. Knud Zimsen (1875- 1953), þá verkfræðingur hjá Reykja- víkurbæ en síðar borgarstjóri í Reykjavík, gerði bæjarstjórninni grein fyrir stöðu mála. Bæjarstjórn samþykkti að stofna svokallaða námunefnd sem hafði leyfi til rann- sókna og auðvitað að gæta hags- muna bæjarins. I námunefndina kaus bæjarstjórnin eftirtalda: Hall- dór Jónsson (1857-1914) banka- gjaldkera í Landsbanka Islands, áðurnefndan Björn Kristjánsson og Klemenz Jónsson (1862-1930) land- ritara. Athafnamenn í Reykjavík sáu hins vegar önnur tækifæri í stöð- unni en að stofna nefnd og trúir sín- um aðferðum stofnuðu þeir strax sama ár félagið Málm hf., sem hafði það að markmiði að finna gull og/eða aðra málma og kanna hvort aðstæður leyfðu í raun námurekst- ur. Stofnendur Málms hf. voru níu talsins. Hinir þjóðþekktu Sturlu- bræður, Sturla Jónsson (1861-1947) og Friðrik Jónsson (1860-1938), voru þar á meðal, Ásgeir Sigurðs- son (1864-1935) konsúll og Sigurð- ur Briem (1860-1952) póstmeistari í Reykjavík, Kristján Ó. Þorgrímsson (1857-1915) kaupmaður, Sigfús Ey- mundsson (1837-1911) bóksali og einnig áðurnefndir Klemenz Jóns- son, Björn Kristjánsson og Hannes S. Hansson.4 Hér verður ekki fjallað sérstak- lega um stjórnsýslu Stjórnarráðsins við Lækjartorg, lagasetningu Al- þingis, samskipti bæjarstjórnar Reykjavíkur og forsvarsmanna Málms hf. vegna frekari borana eft- ir gulli í Vatnsmýrinni, heldur reynt að segja frá málmleitinni og borun- unum sjálfum. Enginn jarðbor var til í landinu. Niðurstaðan var að kaupa hingað þýskan höggbor og var þá áætlað að bora og rannsaka borsvarfið sumarið eða haustið 1906. Það gekk ekki eftir - höggborinn var enn í Þýskalandi vorið 1906. Fyrst fór Klemenz Jónsson utan sumarið 1906 til þess að reyna að flýta fyrir afhendingu borsins og allra fylgi- hluta og síðan sama haust í sömu erindagjörðum danskur vélstjóri, Theodor M. Rustgaard (f. 18. des- ember 1865) að nafni, sem hafði komið að byggingu trésmíðaverk- smiðjunnar Völundar við Skúla- götu.17 Rustgaard þessi bjó ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík í fáein ár.18 Hann var ráðinn til þess að stjórna bornum í gullleitinni þegar þar að kæmi. I janúar 1907 kom Rustgaard úr sendiförinni og var vongóður um að borinn kæmi með e/s Ceres, skipi Sameinaða gufu- skipafélagsins danska (DFDS), næstkomandi febrúar. Það gekk eft- ir að hluta en loks í maí var allur borinn kominn á land í Reykjavík. Ekki tókst að byrja að bora þá þegar vegna þess að Rustgaard vélstjóri var lagstur í taugaveiki. Annar maður var þá fenginn frá Dan- mörku í stað Rustgaard. Það var Jonas Popp verkfræðingur frá Hels- ingjaeyri. (Eg giska á að Jonas hafi verið frekar vélstjóri en verkfræð- ingur.4 íslendingar báru svo mikla virðingu fyrir mönnum sem kunnu á vélar að líklegt er þeir hafi yfir- skotið í titli. Líklegra er að hann hafi verið vélstjóri - maskinist - eða vélameistari - maskinmester.) Höggborinn var fluttur á nýjan bor- stað í næsta nágrenni við holurnar frá vatnsleitinni í Gullmýrinni. Byrj- að var að bora í júlí 1907. Við borun- ina unnu þegar mest var a.m.k. sex menn. Fyrir utan Jonas Popp eru nú kunnir Meyvant Sigurðsson19 (1894-1990), lengi búsettur á Eiði á Seltjarnarnesi, og Skaftfellingurinn Þorsteinn Kjarval20 (1878-1967), fyrst skútu- og togarasjómaður í Reykjavík en síðar lengi bóndi á Naustum í Skutulsfirði við Isafjarð- ardjúp. Meyvant var á þessum tíma unglingur innan við fermingu en hafði það hlutverk skamman tíma um sumarið að stjórna hesti og kerru og flytja meitlana frá högg- bornum til skerpingar á verkstæði Kristjáns Kristjánssonar (1861- 1939) járnsmiðs í Bankastræti.12 Ef dráttarhestur var ekki til reiðu urðu Meyvant og vinnufélagar hans að bera eða draga meitilinn á sjálfum sér í járnsmiðjuna. Þorsteinn Kjar- val var í fyrstu bormaður og síðar 112 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.