Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 52
Ná t tú ru f ræðingurinn
unni en það hvarf alveg í skuggann
af ætluðum gullfundi á 40 metra
dýpi í lok mars 1905 (3. mynd). A
vegum blaðsins Reykjavík var
dreift fregnmiða í Reykjavík um
gullið þann 1. apríl 1905. Önnur
blöð í Reykjavík létu ekki sitt eftir
liggja. Margir bæjarbúar, jafnt lærð-
ir sem leikir, höfðu skoðun á því
hvort gull væri eða væri ekki í
Vatnsmýrinni. Nokkrir skrifuðu í
bæjarblöðin um hið meinta gull og
vildu flestir nýta tækifærið landinu
til framdráttar. Asgeir Torfason
(1871-1916) efnafræðingur, Erlend-
ur Magnússon (1849-1909) gull-
smiður og Björn Kristjánsson
(1858-1939) kaupmaður og alþing-
ismaður töldust m.a. til lærðra.
Björn var vel að sér um marga ólíka
hluti en aðeins með próf í skó-
smíði.10 Tveir Vestur-íslendingar
blönduðu sér í umræðuna og blaða-
skrifin. Annar þeirra, Hannes Snæ-
björnsson Hansson (1863-1932), var
alkominn heim fyrir ætlaðan gull-
fund.11,12 Hinn, Arnór Arnason
(1869-1939) málmbræðslumaður í
Chicago, kom ásamt eiginkonu
sinni haustið 1905 í heimsókn til
gamla landsins.13 (Þessir Vestur-ís-
lendingar voru ekki fyrstu Islend-
ingarnir sem komust í tæri við
gullæði og gullleit. Má þar með
vissu nefna þá Holgeir P. Clausen
(1831-1901) kaupmann í Ólafsvík14
og Þorvald Halldórsson (1847-
1874) frá Bryggjum í Austur-Land-
eyjum, sem báðir voru í Astralíu.)15
Vatnsleitarbletturinn í Vatnsmýr-
inni fékk nýtt nafn - auðvitað Gull-
mýri. Lóðir í nágrenni Gullmýrar
hækkuðu strax nokkuð í verði - en
auðvitað var það tímabundið - þar
voru vestan megin kartöflugarðar
bæjarbúa, til 1950 eða lengur, og
sunnan megin, frá 1940, Reykjavík-
urflugvöllur.16
Æðstu embættismenn bæjarins og
bæjarstjórnin þurftu líka að funda
og ákveða næstu leiki annars vegar
í vatnsleitarmálum og hins vegar í
gullleitinni. Knud Zimsen (1875-
1953), þá verkfræðingur hjá Reykja-
víkurbæ en síðar borgarstjóri í
Reykjavík, gerði bæjarstjórninni
grein fyrir stöðu mála. Bæjarstjórn
samþykkti að stofna svokallaða
námunefnd sem hafði leyfi til rann-
sókna og auðvitað að gæta hags-
muna bæjarins. I námunefndina
kaus bæjarstjórnin eftirtalda: Hall-
dór Jónsson (1857-1914) banka-
gjaldkera í Landsbanka Islands,
áðurnefndan Björn Kristjánsson og
Klemenz Jónsson (1862-1930) land-
ritara.
Athafnamenn í Reykjavík sáu
hins vegar önnur tækifæri í stöð-
unni en að stofna nefnd og trúir sín-
um aðferðum stofnuðu þeir strax
sama ár félagið Málm hf., sem hafði
það að markmiði að finna gull
og/eða aðra málma og kanna hvort
aðstæður leyfðu í raun námurekst-
ur. Stofnendur Málms hf. voru níu
talsins. Hinir þjóðþekktu Sturlu-
bræður, Sturla Jónsson (1861-1947)
og Friðrik Jónsson (1860-1938),
voru þar á meðal, Ásgeir Sigurðs-
son (1864-1935) konsúll og Sigurð-
ur Briem (1860-1952) póstmeistari í
Reykjavík, Kristján Ó. Þorgrímsson
(1857-1915) kaupmaður, Sigfús Ey-
mundsson (1837-1911) bóksali og
einnig áðurnefndir Klemenz Jóns-
son, Björn Kristjánsson og Hannes
S. Hansson.4
Hér verður ekki fjallað sérstak-
lega um stjórnsýslu Stjórnarráðsins
við Lækjartorg, lagasetningu Al-
þingis, samskipti bæjarstjórnar
Reykjavíkur og forsvarsmanna
Málms hf. vegna frekari borana eft-
ir gulli í Vatnsmýrinni, heldur reynt
að segja frá málmleitinni og borun-
unum sjálfum.
Enginn jarðbor var til í landinu.
Niðurstaðan var að kaupa hingað
þýskan höggbor og var þá áætlað
að bora og rannsaka borsvarfið
sumarið eða haustið 1906. Það gekk
ekki eftir - höggborinn var enn í
Þýskalandi vorið 1906. Fyrst fór
Klemenz Jónsson utan sumarið
1906 til þess að reyna að flýta fyrir
afhendingu borsins og allra fylgi-
hluta og síðan sama haust í sömu
erindagjörðum danskur vélstjóri,
Theodor M. Rustgaard (f. 18. des-
ember 1865) að nafni, sem hafði
komið að byggingu trésmíðaverk-
smiðjunnar Völundar við Skúla-
götu.17 Rustgaard þessi bjó ásamt
fjölskyldu sinni í Reykjavík í fáein
ár.18 Hann var ráðinn til þess að
stjórna bornum í gullleitinni þegar
þar að kæmi. I janúar 1907 kom
Rustgaard úr sendiförinni og var
vongóður um að borinn kæmi með
e/s Ceres, skipi Sameinaða gufu-
skipafélagsins danska (DFDS),
næstkomandi febrúar. Það gekk eft-
ir að hluta en loks í maí var allur
borinn kominn á land í Reykjavík.
Ekki tókst að byrja að bora þá þegar
vegna þess að Rustgaard vélstjóri
var lagstur í taugaveiki. Annar
maður var þá fenginn frá Dan-
mörku í stað Rustgaard. Það var
Jonas Popp verkfræðingur frá Hels-
ingjaeyri. (Eg giska á að Jonas hafi
verið frekar vélstjóri en verkfræð-
ingur.4 íslendingar báru svo mikla
virðingu fyrir mönnum sem kunnu
á vélar að líklegt er þeir hafi yfir-
skotið í titli. Líklegra er að hann hafi
verið vélstjóri - maskinist - eða
vélameistari - maskinmester.)
Höggborinn var fluttur á nýjan bor-
stað í næsta nágrenni við holurnar
frá vatnsleitinni í Gullmýrinni. Byrj-
að var að bora í júlí 1907. Við borun-
ina unnu þegar mest var a.m.k. sex
menn. Fyrir utan Jonas Popp eru nú
kunnir Meyvant Sigurðsson19
(1894-1990), lengi búsettur á Eiði á
Seltjarnarnesi, og Skaftfellingurinn
Þorsteinn Kjarval20 (1878-1967),
fyrst skútu- og togarasjómaður í
Reykjavík en síðar lengi bóndi á
Naustum í Skutulsfirði við Isafjarð-
ardjúp. Meyvant var á þessum tíma
unglingur innan við fermingu en
hafði það hlutverk skamman tíma
um sumarið að stjórna hesti og
kerru og flytja meitlana frá högg-
bornum til skerpingar á verkstæði
Kristjáns Kristjánssonar (1861-
1939) járnsmiðs í Bankastræti.12 Ef
dráttarhestur var ekki til reiðu urðu
Meyvant og vinnufélagar hans að
bera eða draga meitilinn á sjálfum
sér í járnsmiðjuna. Þorsteinn Kjar-
val var í fyrstu bormaður og síðar
112
j