Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 64
Ná ttú ru f ræðingurinn Líf af lífi - gen, erfðir og erfðatækni Höfundur: Guðmundur Eggertsson; kilja í vasabroti (12,5 x 20 cm), gefin út af Bjarti (2005); 188 bls. ásamt 16 skýringarmyndum, orðskýringum og heimildalista. Framfarir í erfðavísindum, einkum síðustu áratugi, hafa verið ævintýri líkastar. Öll fræðasvið líffræðinnar hafa beint eða óbeint tekið mið af tækni- framförum og uppgötvunum í erfða- fræði og líftækni. Erfðarannsóknir hafa opnað nýja sýn og dýpkað skilning á uppruna og þróun lífs frá einfrumung- um til vefdýra og manna, auk þess að velta upp nýjum úrlausnarefnum, t.d. um náttúrulegt val og þróun erfða- mengja. Samhliða þessu hefur hagnýt- ing erfðatækni í læknisfræði vakið margvísleg siðferðileg álitamál. Það er því áhugavert að geta nú fræðst um öll þessi efni í íslenskri bók eftir sérfræðing í erfðafræði. Guðmimdur Eggertsson hefur verið prófessor í erfðafræði við Háskóla íslands frá 1969 og ritað ótal greinar í ritrýnd tímarit um gen og erfðir. Hann hefur því menntað nær alla núlifandi líffræðinga sem hafa stundað nám við Líffræðiskor Háskólans. Segja má að Líf aflífi sé einnig markverð heimild því þar er samandregið almennt yfirlit yfir þá þekkingu á genum og erfðum sem höfundur hefur miðlað ungum líf- fræðingum um áratugaskeið. Meginefni bókarinnar er um gen, byggingu þeirra, starfsemi og hvernig samspil gena mótar einkenni og eigin- leika lífvera. í fyrstu sjö köflunum er rakin saga rannsókna og hugmynda um eðli og eiginleika erfðaeinda, allt frá síðari hluta 19. aldar. í áttunda kafla er skýrt nánar frá viðteknum hugmyndum um starfsemi og eðli gena. í næsta kafla segir frá margvíslegum aðferðum sem notaðar eru í erfðatækni og hvemig hún nýtist í iðnaði og til að kynbæta plöntur og dýr. Lokakaflinn fjallar um ýmis álitaefni tengd því að nýta erfðatækni til genalækninga eða til að breyta erfðaefni í mönnum. Höfundur fléttar saman á skemmtilegan hátt sagnfræði og fræðslu, þannig að lesandinn öðlast skilning á genum og starfsemi þeirra, nokkurn veginn í þeirri röð sem þekkingin varð til. Um leið er brugðið upp mynd af ólíkum hugmyndum einstakra vísinda- manna og því hvernig þekking á erfðavísum hefur verið hagnýtt, og jafnframt hvernig hún hefur skapað samfélagslegar breytingar og umræðu. Bókin er þó blessunarlega laus við villandi einfaldanir, enda er sérstök rækt lögð við að vekja lesandann til um- hugsunar með því að greina frá ýmsum þeim takmörkunum sem eru á nú- verandi þekkingu á genum og gena- starfsemi. Þetta á einkum við um áttunda kafla, Hvers eru gen megiíug? í bókinni er ekki heldur vikist undan því að greina frá ágreiningsefnum erfða- fræðinga, hvorki meðal frumherja né samtíðarmanna. Þó er ótalinn helsti kostur bókarinnar, sem er auðskilið mál, svo að allir eiga að geta lesið bókina sér til gagns, hvort sem þeir hafa mikla eða litla þekkingu á erfðafræði. Og þótt það kunni að hljóma yfirlætislega, þá er vel hklegt að einnig sérmenntaðir líffræðingar gætu við lestur bókarinnar öðlast nýja sýn á einhverja þætti genastarfseminnar, vegna þess að þar er hugsað á íslensku. Því hefur verið haldið fram með nokkrum rökum að fólk hugsi alls ekki eins á öllum tungumálum. Þótt vísinda- leg hugtök og skilning megi skýra og endursegja á ólíkum málum, þá er óhjákvæmilegt að það framkalli tölu- verðan blæbrigðamun í skilningi. En jafnvel lítilsháttar breyttur skilningur á viðfangsefninu kann að kveikja nýja hugmynd, sem ekki var ljós þegar hugsunin var orðuð á upprunalegu máli, eins og ensku sem núlifandi vísindamenn nota mest. Islenska hefur dugað vel í daglegum samskiptum manna á meðal í yfir þúsund ár, en jafnframt hafa orð og málfar slípast til og þróast við hugsun manna um allt sem hugsast getur. Af þessum sökum hefur íslenskan, eins og örvnur mál, ákveðna sérstöðu sem kartn að fela í sér ákveðið forskot þeirra sem kunna málið. Þorsteinn heitinn Gylfason var óþreyt- andi við að benda mönnum á þessa staðreynd og jafnframt að brýna nú- lifandi kynslóðir til að „varðveita skapandi mátt íslenzkrar tungu sem vísindamáls jafnt sem hversdagsræðu" (bls. 42, Að hugsa á íslenzku, Rvk. Heims- kringla 1996). Það verður þó aðeins gert með því hugsa skýrt og rita læsilegan texta, eins og Guðmundur hefur gert í þessari bók. Aftast í bókinni eru gagnlegar orð- skýringar yfir 86 sértæk líffræðihugtök, en þar af eru aðeins um 20 tökuorð, að meðtöldum enskum skammstöfunum eins og DNA, RNA, PCR o.s.frv. Öll önnur orð eru gömul íslensk orð sem síðustu áratugina hafa öðlast nýja merkingu. Að skammstöfunum undan- skildum, þá gætu tökuorðin verið enn færri og jafnvel engin. Til dæmis er mítósa notað um frumuskiptingu þar sem dótturfrumumar fá jafnmikið af erfðaefni og móðurfruman hafði. Hins- vegar hefur jafiiskipting frumu verið notað um þetta ferli, enda er merkingin sótt í lýsingu á ferli frumuskiptingar- innar. Á svipaðan hátt er orðið rýri- skipting notað í stað meiósu, því þar rýrnar erfðaefni dótturfrumanna um helming. Flest tökuorðin í orðskýring- unum, eins og orðin gen, prótín og ensím, hafa hins vegar aðlagast málinu ágætlega og jafnvel fengið margræða merkingu í hversdagsmáli, sem er ágæt þróun. Tökuorð hafa þó ávallt þann ókost að orðstofninn er framandi og merkingunni hættir til að verða þoku- kennd í daglegri notkun og valda allskyns ruglandi. Allt eru þetta þó smámrmir og sparðatíningur, því í Lífi af lífi er hugsað og skrifað á lipru og skýru máli. Guðmundur Guðmundsson er flokkunarfræðingur og forstöðumaður Safna- og flokkunarfræðideilar Náttiirufræðistofimnar íslands 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.