Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Gullborinn frá 1922 á borholunni H-40 í Gufunesi. Það var síðasta holan sem boruð var meðþessum bor en það var árið 1965 Myndin er tekin vorið 1973 en fimm árum seinna var hann kominn á Árbæjarsafnið. (Ljósm. Snorri Þorvaldsson. Einkasafn Þ.J.) aðeins 1 MW (1032 kW). Rafmagn til ljósa í bænum gekk fyrir. Vinnsla Elliðaárvirkjunar árið 1922 var að- eins 3,04 GWh.34 Önnur aflvél 0,7 MW (688 kW) bættist við þegar árið 1923. Orka úr vatnsafli til iðnaðar var á frumstigi. Rafmagnsþörf Kolakranans við Reykjavíkurhöfn tók t.d. stóran hluta af afli Elliðaár- virkjunar á fyrstu árunum. Málmleit hf. var komið í greiðslu- þrot og borunum þess vegna sjálf- hætt. „JARÐHITAGULL" Næstu árin stóð Gullborinn í Gull- mýrinni engum til gagns en það átti eftir að breytast. Einn hluthafa í Málmleit var Guðmundur Ás- björnsson (1880-1952) kaupmaður í Reykjavík. Hann tók við embætti forseta bæjarstjórnar af Sigurði Jónssyni árið 1926 og gegndi því um árabil. Á þessum árum vaknaði áhugi manna að nýta jarðhitann í Þvottalaugunum - ekki aðeins til þvotta - heldur jafnvel til rafmagns- framleiðslu. Heita vatnið kom um aldir í sjálfrennsli til yfirborðs í Þvottalaugunum.35 Það hefur ekki verið verra að hluthafar Málmleitar voru áhrifa- menn í bæjarstjórninni og þeir sáu að Gullborinn gæti komið að gagni. Með jarðborunum mátti án efa ná meira af heitu vatni en náttúrulegt sjálfrennsli gaf. Samningar gengu fljótt fyrir sig og Rafmagnsveita Reykjavíkur keypti Gullborinn vor- ið 1928 og flutti inn í Þvottalaugar. Boranir hófust 26. júní og alls voru 14 holur boraðar með honum þar fram til ársins 1932. Niðurstaðan í rannsóknunum var að gufu til raf- magnsframleiðslu væri þar ekki að fá en töluvert af vatni til húshitunar - alls 23 lítrar á sekúndu og 92°C heitt. Aðeins þurfti að dæla vatninu til Reykjavíkur. Heita vatnið hefur verið gulls ígildi fyrir íbúa Reykjavíkur. í fram- haldinu var lögð veita og hún tekin í notkun í nóvember 1930 að nýreist- um Austurbæjarbarnaskólanum á Skólavörðuholtinu og mörgum öðr- um húsum við Bergþórugötuna, einnig í Landspítalanum og seinna í Sundhöllina við Barónsstíg. Sjálfrennsli er löngu hætt í Þvotta- laugunum. Langt er nú niður á vatnsborð heita vatnsins á jarðhita- svæðinu. Hitaveitan frá Þvottalaugunum, oft nefnd Laugaveitan, var upphaf- ið að Hitaveitu Reykjavíkur sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.