Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 68
Náttúrufræðingurinn
Fiskar
Met var sett í stangveiði á lax og urriða í íslenskum ám.
Þar sem stangveiðin hefur verið með líku sniði í langan
tíma má ætla að veiðin endurspegli raunverulega fjöl-
gun fiska. Laxveiði á stöng var um 55 þúsund fiskar og
var það um 20% aukning frá fyrra ári en um 57% yfir
meðalveiði árartna 1974-2004. Stangaveiði á urriða var
um 45 þúsund fiskar og jókst um 15% frá fyrra ári.
Ýmsar vísbendingar úr lífríki sjávar bentu til að lítið
væri um sandsíli við landið. Margar tegrmdir sjófugla
áttu erfitt uppdráttar og eins bentu athuganir á fæðu
þorsks og hrefnu til að skortur væri á þessari mikilvægu
fæðu í vistkerfi hafsins. Athuganir á sandsílum sumarið
2006 sýndu svo enn fremur að víða var mjög lítið af eins
árs síli sem benti til nýliðunarbrests sumarið 2005.
Sandsíli eru mikilvæg fæða í vistkerfi hafsins við
ísland. Ljósm. Gísli A. Víkingsson.
Fuglar
Rjúpum fjölgaði verulega annað árið í röð og sýndu
talningar að vorlagi á völdum svæðum að meðaltali 78%
aukningu frá árinu 2004. Fjölgunina þessi tvö ár má að
líkindum að mestu rekja til minni affalla fullorðinna
fugla en í áratugi þar á undan.
Ýmsir sjófuglar, svo sem langvía, rita, álka, fýll og
lundi, áthi víða erfitt uppdráttar og virðist mega rekja
ástæðuna til ætisskorts. Varp misfórst og á mörgum
svæðum var lítið um ungfugl í lok sumars. Flestar ritu-
byggðir voru til að mynda eingöngu svipur hjá sjón.
Einnig villtust áberandi færri lundapysjur inn í Vest-
mannaeyjabæ í lok sumars og þær voru mun léttari en í
venjulegu ári. Svo virðist sem skortur hafi verið á
sandsíli á hefðbundnum slóðum surtnan- og vestan-
lands. Uti fyrir Norðurlandi er hugsanlegt að orsökin
liggi í breyttu göngumynstri loðnunnar.
Fjallkjói (Stercorarius longi-
caudus) kom upp unga í fyrsta
sinn svo vitað sé hér á landi.
Um miðjan ágúst sást hl ung-
fugls í fylgd með tveimur
fullorðnum á Mývatnsheiði.
Fyrr um sumarið hafði sést til
fjallkjóa á sama svæði. Fjallkjói
fer hér um vor og haust á leið til
og frá varpsvæðum á Norð- Ljallkjóiá flugi. Ljósm.
austur-Grænlandi. Fjallkjóa- >óhann ÓU HUmarsson.
hreiður fannst á svipuðum slóðum árið 2003 en engir
ungar komust þá á legg.
Mikill fjöldi flækingsfugla barst til landsins um
miðjan október. Af þeim geshim má merkastan telja
þishlfinku (Carduelis carduelis) sem sást í fyrsta sinn á
Islandi, við Brunnhól á Mýrum 17. október. Þistilfinkan
er algengur spörfugl á Bretlandseyjum, í Mið- og Suður-
Evrópu, Norður-Afríku og austur um Asíu.
Þann 13. nóvember sást þorraþröstur (Turdus ruficollis
atrogularis) í fyrsta sinn á íslandi, við Leiru á Reykjanesi.
Þrösturinn var langt frá heimkynnum sínum því hann er
útbreiddur í stórum hluta Asíu en telst flækingur í
Evrópu.
Arnarvarp gekk fremur illa og eingöngu 23 af 65 pörum
náðu að koma upp ungum. Kuldatíð á viðkvæmum tíma í
apríl og maí má senniiega um kenna en prátt fyrir þetta
komust fleiri ungar á legg í lok sumars en nokkru sinni frá
pvífarið var að fylgjast með arnarvarpi árið 1959. Stafaði
pað af óvenjuháu hlutfalli tvíbura í arnarhreiðrum. Ljósm.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson.
128
A