Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Kraninn sem notaður var til að setja niður og draga upp lagnir með kræklinga- biírum. Á myndinni er Halldór P. Halldórsson. - The crane used to put down/pull up the mussel cage-equipment. Ljósm./Photo: Jóhanna B. Weisshappel. til að setja niður og draga lagnir með kræklingabúrum upp úr sjó (2. mynd). Að lokinni ræktun kræklinganna í búrum fóru fram ýmsar mælingar á þeim. Mælingar á vexti og holdafari voru í umsjón Guðmundar V. Helgasonar, Rannsóknastöðinni í Sandgerði, og mælingar á efnum og efnasamböndum í umsjón Guðjóns Atla Auðunssonar, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins.11 Hér verður lögð áhersla á umfjöll- un um aðferðafræðina við undir- búning búra og ræktun kræklinga í þeim. Þó verður einnig stutt um- fjöllun um helstu niðurstöður efna- mælinga í mjúkvef kræklinga. Markmið rannsóknanna var að rækta kræklinga í búrum á grunn- sævi meðfram strandlengju Grund- artanga í Hvalfirði til þess að meta hvort, og þá í hve miklum mæli, þeir taka upp helstu mengunarefni og efnasambönd sem borist geta frá iðjuverunum á Grundartanga og hugsanlegri rafskautaverksmiðju. Mikil áhersla var lögð á að útbúa lagnir með búrum og rækta kræk- linga í þeim með þeim hætti að skapa sem bestar aðstæður fyrir dýrin. Þannig var hægt að tryggja að upptaka þeirra á efnum og efna- samböndum endurspeglaði sem best raunverulegt mengunarástand sjávar eða að minnsta kosti þann hluta sem aðgengilegur er lífverum á borð við krækling. Aðferðir Lagnir með búrum Alls voru útbúnar átta lagnir með sex búrum hver (3. mynd). Búrin sem voru ílangir tvískiptir netpokar voru höfð á 1 og 5 m dýpi, miðað við stórstraumsfjöru, og voru þrjú búr á hvoru dýpi. Mikið var lagt upp úr því að möskvastærðin væri hæfileg (38 mm) svo að sjór ætti greiðan aðgang í gegnum búrin þrátt fyrir að lífverur settust utan á þau. Ræktun kræklinga í búrum I byrjun júní var öllum lögnunum komið fyrir á viðmiðunarstað austan við Katanes. Kræklingar voru fengn- ir úr kræklingaræktun innarlega í Hvalfirði og þeim komið fyrir í búr- unum. A hvoru dýpi í hverri lögn 3. mynd. Lögn með kræklingabúrum. - The mussel cage equipment. 104 Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.