Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 66
Náttúrufræðingurinn Eyrarrós fEpilobium latifolium) Itigibjörg Hjörleifsdóttir teiknaði. fylgdi Oddur þeirri nafnvenju sem tíðkaðist í Danmörku og öðrum grannlöndum okkar. Hún er í því fólgin að gefa tegundunum tvískipt nöfn þar sem fyrra nafnið er ætt- kvíslarnafn, nafnorð sameiginlegt fyrir allar tegundir sömu ættkvíslar, en það seinna er á einhvem hátt lýsandi fyrir tegundina, oftast lýs- ingarorð, en stundum dregið af nafnorði. Þessi venja var til komin vegna hinnar alkunnu tvínefnareglu vís- indalegra nafna sem sænski grasa- fræðingurinn Carl von Linné inn- leiddi á 18. öld. Sú regla öðlaðist fljótlega hylli grasa- og dýrafræð- inga og er fyrir löngu orðin viður- kennd um heim allan. Samkvæmt henni ber ættkvíslin sérstakt nafn sem er alltaf eitt nafnorð eða ígildi nafnorðs. Allar tegundir sömu ætt- kvíslar fá þetta nafn sem fyrra nafn en auk þess fá þær viðumafn sem oftast er lýsingarorð. Með hliðsjón af því gefur Oddur öllum plöntuættkvíslum íslensk nöfn sem oftast em fremur stutt og laggóð en mörg hver nokkuð út- lenskuleg, gjarnan þýðingar er- lendra heita (t.d. Refshali2 fyrir Alopecurus), stundum eftirlíkingar fræðinafna (t.d. Entíana fyrir Genti- ana, sem nú kallast Maríuvöndur) en alloft gömul íslensk nöfn (t.d. Fjóla fyrir Viola, Mura fyrir Poten- tilla) og myndar svo tegundanöfn með þau að seinna nafni. Þessi ætt- kvíslanöfn má því kalla stofnnöfn eða stofnheiti. Jafnframt tilfærir hann alltaf þau alþýðunöfn tegund- arinnar sem hann þekkti eða hafði heimildir um en það var líka nokk- uð tíðkað í erlendum flómbókum á þessum tíma. Til að skýra þetta er best að taka dæmi: Ættkvíslin Achillea (Vallhum- all) nefnist hjá Oddi Akkillisurt og tegundin „Almenn Akkillisurt". ísl. nöfn: jarðhumall, vallhumall. Þarna mátti sem sagt velja um þrjú íslensk nöfn á tegundinni, eitt fræðilegt og tvö alþýðleg nöfn. Ættkvíslin Thalictrum (Brjóstagras) kallast Fræ- stjarna og tegundin „Fjalla Fræ- stjama" og þar em fimm alþýðunöfn gefin upp: vélindisurt, krossgras, júf- ursmein, brjóstagras, kverkagras. Ætt- kvíslin Ranunculus (Sóley) nefnist Smjörblómstur (danska: smorblomst) og sú alkunna planta brennisóley nefnist því „Bítandi Smjörblómstur" sem er bein þýðing úr dönsku. Birki heitir „Hvítt birki" sem er þýðing á Betula alba. ísl. nöfn: birki, björk, rif- hrís. Oft víkur Oddur þó frá tvínefna- reglunni. Þannig heitir Betula nana (fjalldrapi) bara „Dvergabirki" og Salix herbacea (grasvíðir) „Dverga- víðir". Ymsar starir og grös eru einnefnd, svo sem „Rjúpustör" og „Fjallastör", jafnvel þó nöfnin séu stundum rituð með bandstriki, t.d. „Tvíbýlis-stör", eða í tvennu lagi, svo sem „Fjalla Sveifgras". Um nafngiftir sínar farast hon- um svo orð í formála bókarinnar (bls. 7): „Hvað áhrærir nöfn urtanna og þeirra einstöku parta, hefi eg leitazt við að smíða þau svo lík túngu vorri, sem eg bezt kunna, og þó á einstaka stað orðið að brúka en útlenzku. 2 Ég rita íslensk ættkvíslanöfn í þessari grein með stórum upphafsstaf, til samræmis við fræðiheitin, en tegundanöfn með litlum staf. Hin tilbúnu tegundanöfn Odds eru einkennd með gæsalöppum og stafsett að hans hætti. íslensk tegundanöfn eru skáletruð til áherslu. 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.