Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Flókakræða (Alectoria sarmentosa ssp. vexillifera) erflétta sem er allvíða um landið vestanvert, einkum við úthafsloftslag. Hún er þó ætíð mjög strjál, vex helst í smáflókum uppi á eða utan t'hæðum og bungum. Hörður Kristinsson tók myndina á Spákonufellsborg á Skaga árið 1987. mosa, og við þau skeytir hann orð- inu -mosar en býr svo til tegunda- nöfn með fyrri hluta ættkvíslamafns sem seinni lið. Dæmi: Snúðmosar (Tortula), með tegundunum veggja- snúður, dvergsnúður, urðarsnúður, skorusnúður, lautasnúður, hærusnúð- ur, fjörusnúður. Hann ritar ættkvísla- nöfnin í fleirtölu, eins og Bjarni Sæmundsson hafði áður gert í spen- dýrabókum sínum (sjá síðar). Bergþór gerði grein fyrir ætt- kvíslanöfnum sínum í sérstökum rit- lingi (Tillögur um nöfn á íslenskar mosaættkvíslir, 1985) og mun það vera eina ritið af því tagi á íslensku. Bergþór fylgir alþjóðlegum nafna- reglum einnig að því leyti að hann kertnir ættir og ættbálka jafnan við þá ættkvísl sem útvalin er sem nafn- gjafi í fræðinöfnum þeirra en áður hafa íslenskir náttúrufræðingar varla fylgt neinni reglu í því efni. Greinarhöfundur hefur að mestu leyti fylgt sömu stefnu í nafngiftum íslenskra sveppa enda átti hann þátt í að móta hana með Bergþóri á sínum tíma og notaði jafnan ending- una -sveppir eða -sveppur í ættkvísla- nöfnum, eins og fram kemur í Sveppakverinu (1979) og víðar. í nýrri sveppabók sem hann hefur í smíð- um er hins vegar leitast við að nota fleiri endingar eða sleppa þeim alveg. Dæmi: Hnefasveppur (Russ- ula), með tegundunum grænhnefla, gulhnefla, birkihnefla o.s.frv., er nú bara nefndur Hnefla en tegunda- nöfnin eru óbreytt. Hnefluætt kemur þá í stað Hnefasveppsættar o.s.frv. sem er styttra og þjálla. Hörður Kristinsson hefur sjaldan notað endingamar -skóf eða -flétta á fléttuættkvíslir en hann hefur til þessa lagt áherslu á að nefna tegund- ir en ekki ættkvíslir þó að hann fylgi að mestu sömu reglum og Bergþór með tegundanöfnin. Lítið af þessum fléttunöfnum hefur birst opinber- lega nema helst í rannsóknaskýrsl- um. Ýmsir fjöm- og sæþömngar eiga sér gömul íslensk heiti en auk þess hafa þeir Karl Gunnarsson og Sigurður Jónsson gefið allnokkmm tegundum sæþömnga íslensk nöfn. Hafa þeir í meginatriðum fylgt nafnareglum Stefáns í því efni (Sigurður Jónsson og Karl Guimars- son 1978). í bók greinarhöfundar Veröldin ívatninu (1979) var hins veg- ar lögð mest áhersla á að nefna flokka, ættbálka og ættir vatnaþör- unga en nýnefni ættkvísla og teg- unda em fá og lítt kerfisbundin. Nafngiftir Á DÝRUM (ÁGRIP) Ekki verður hjá því komist að geta hér aðeins um íslenskar nafngiftir á dýrum því að nokkurt samspil eða víxlverkun hefur átt sér stað milli grasa- og dýrafræðinga í þessu efni eins og eðlilegt er. Bjami Sæmundsson fylgdi nafna- reglum Stefáns í hryggdýrabókum sínum (fslensk dýr I-III, Rvík 1926-1936) að svo miklu leyti sem það var hægt vegna gömlu nafn- anna. Hann tók upp þá nýbreytni 69

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.