Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 6
1. mynd. Horft upp í Skollahvilft frá smábátahöfninni á Flateyri. Brotlínur flóðsins 21. febrúar 1999 á upptakasvæðinu og línur sem afmarka útlínur flóðtungunnar og ummerki flóðsins á garðinum hafa verið dregnar á myndina. Ljósm.: Jón Gunnar Egilsson, 22. febrúar 1999; tölvuteikning: Gísli Kristjánsson. ÚTLÍNUR FLÓÐSINS OG UMMERRI UM STEFNUBREYTINGAR ÞESS í GILINU Meðfylgjandi ljósmynd (1. mynd) og kort (2. mynd) sýna upptök flóðsins í Skolla- hvilft og snjóflóðstunguna á aurkeilunni neðan hvilftarinnar. Utlínur flóðsins (bláar og grænar linur á kortinu) eru að mestu mældar með GPS-landmælinga- tækjum, nema á vestanverðu upptaka- svæðinu þar sem þær eru dregnar á kort eftir ljósmyndum. Svo virðist sem flóðið hafi fallið sem tvær eða jafnvel fleiri aðskildar tungur með skömmu millibili. Meginflóðið kom úr innsta hluta hvilft- arinnar og var brotlínan þar (bláar Jínur á upptakasvæðinu) á sama stað og aðal- brotlfna stóra flóðsins 1995. Þessi hluti flóðsins sveigði þegar hann lenti á gil- barminum innanverðum (merkt A á kort- inu), flæddi síðan svolítið á ská yfir gilið og tók þar aðra en meira aflíðandi beygju þegar hann flæddi upp í gilið utanvert (merkt B). Meginflóðið tók stefnu á miðjan varnargarðinn þegar út úr gilkjaftinum kom, breytti um stefnu þegar það skall á garðinum og flæddi meðfram honum alla leið niður í sjó. Annar fleki brotnaði síðar úr hvilftinni utanverðri (grænar línur á upptakasvæð- inu). Þessi hluti flóðsins sveigði einnig þegar hann skall á innri gilbarminum (merkt C) með svipuðum hætti og megin- flóðið gerði ofar í gilinu. Síðari flekinn virðist að mestu hafa stöðvast í þykkum múgum samsíða flóðstefnunni, sem sjá mátti á ofanverðri keilunni (sjá 4. mynd), en þar var tungan mun þykkari og ójafnari en þegar neðar dró. Ummerki flóðsins í gilinu sýna þannig að það breytti um stefnu við það að kastast upp í gilbarmana á þremur mismunandi stöðum á ferð sinni niður gilið, auk ummerkjanna þar sem það 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.