Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 11
2. tafla. Hraði og skriðhœð snjóflóðanna 1995 og 1999 og hönnunarflóðs. Flóð Hraði þar sem meginstraumur flóðs lendir á garðinum Reiknuð skriðhæð flóðs á garð umfram tlóðið í febrúai' 1999 Febrúar 1999 30m/s (1 lOkm/klst) Október 1995 45 m/s (160km/klst) +7m Hönnunarflóð 50 m/s +10m (180 km/klst) 1995 segir það ekki alla söguna um áraun þess á garðinn, vegna þess að hraði flóðsins er sá þáttur sem mestu ræður um áhrifamátt garðsins. Aætlaður hraði flóðsins þegar það skellur á garðinum er sýndur í 2. töflu og borinn saman við samsvarandi hraða fyrir flóðið í október 1995 og enn stærra hönnunar- flóð sem garðamir eru miðaðir við (VST & NGI 1996). Hér er bæði tekið tillit til mismunandi skriðlengdar og mismunandi stefnu flóðanna, en vegna stefnu flóðsins í febrúai' austan við stefnu hinna tveggja skellur það síðar (neðar) á garðinum og er þar með á minni hraða. Hraði flóðsins í febrúar er metinn um 67% af hraða flóðsins í október 1995 og um 60% af hraða hönnunarflóðs. í töflunni er jafnframt sýnt hversu miklu hærra upp á garðinn stærri flóð myndu ná miðað við flóðið í febrúar, samkvæmt þeim reikniaðferðum sem garður- inn er hannaður eftir. Athygli vekur strax að sambærilegt flóð og féll í október 1995 næði um 7 m hærra upp á garðinn en flóðið í febrúar. Samkvæmt mælingum voru hins vegar aðeins um 4 m upp á topp garðsins þar sem febrúarflóðið náði hæst. Þannig mun gefayfir leiðigarðinn í flóði svipuðu því sem féll í október 1995. Þetta er í samræmi við hönnunarforsendur og fyrri líkanreikninga. Þar er miðað við að garðurinn leiði meginstraum flóðsins til sjávar og þvf hati snjór sem yfir fer lítið afl og stöðvist fljótlega. Þvergarði milli leiðigarðanna tveggja (sjá 2. mynd) er ætlað það hlutverk að stöðva snjómassa sem gefur yfir leiðigarðana í enn stærra flóði, líku hönnunarlióðinu sem miðað var við í hönnun garðanna. ■ LOKAORÐ Hér að ofan hefur verið greint frá mælingum á flóðinu í febrúar 1999 og niðurstöðum fyrstu túlkana á þeim. Á Veðurstofunni er unnið að frekari rann- sóknum á flóðunum 1995 og 1999 í sam- vinnu við erlendar snjóflóðarannsókna- stofnanir. Þær rannsóknir beinast m.a. að mælingum á stefnubreytingum flóðanna í gilinu ofan 200 m y.s. í Skollahvilft og munu varpa ljósi á áhrif leiðigarða fyrir mismunandi hraða snjóflóða og misrnun- andi áfallshorn þeirra á fyrirstöður í flóðfarvegum. Fyrstu niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að varnar- garðarnir ofan Flateyrar virki í samræmi við þær forsendur sem miðað var við þegar garðarnir voru hannaðir. Flóðið úr Skollahvilft í febrúar 1999 færði Flateyringum og öðrum lands- mönnum heim sanninn um að varnar- garðarnir ofan Flateyrar eru færir um að verja byggðina þar fyrir stóru snjóflóði, sambærilegu við stærstu flóð sem fallið höfðu áöldinni fyrir flóðið 1995. Mælingar á ummerkjum flóðsins benda til þess að garðarnir muni standast mun stærra flóð, t.d. flóð sem er sambærilegt að stærð við flóðið sem féll í október 1995. Frekati rannsóknir á flóðum úr Skollahvilft munu auka skilning manna á flæði snjóflóða almennt. Þær munu jafnframt gera okkur kleift að meta áhrifamátt garðanna gagn- vart enn stærri flóðum betur en áður hefur verið unnt. 9

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.