Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 18
dalnum. Ótvíræðasta vísbending um sjávar- stöðu er samt fundur skelja og annarra sædýraleifa. Hafa slíkar skeljar fundist í leirlögum við Munaðarnes í 20-27 m y.s. Er það tvímælalaus vottur um sjávarstöðu á því svæði. Hins vegar hafa ekki fundist skeljar í leirlögum ofar í dalnum (Guðmundur Bárðarson 1923). Fyrir um 9.000 árum hafði landið risið, eftir að jökulfargi létti af hálendinu, og færðust sjávarmörk þá smám saman neðar. Kom þá í ljós að sjávarsetið hafði fyllt upp í lægðir og sléttað út ójöfnur í landslaginu. 1 dag er því víðast sléttlendi á milli holtanna, sem er hinn forni sjávarbotn. Þegar sjórinn var smám saman að hörfa skildi hann eftir sig fjörumörk, sem nú finnast mishátt yfir sjó. Þess háttar þrep má til dæmis sjá liggja yfir jökulurðinni rétt neðan við Veitulækinn á mörkum jarðanna Veiðilækjar og Einifells. Eru þessir marbakkar nú í 35 og 40 m y.s. Yfirborð sjávar stóð þá um sinn við Helgu- hól og markaði skúta í móbergið allt í kring, þannig að afmörkuð er hetta á háhólnum. (Móberg þetta mun hafa myndast við gos undirjökli.) Enda þótt sjór hafi á þessum tíma hörfað úr dalnum voru ásarnir neðan við Laxfoss enn næg fyrirstaða til þess að lón með fersku vatni myndaðist norðan þeirra. ■ GRÓÐUR OG JARÐVEGUR Landnám gróðurs vár þegar hafið. Grasleitar plöntur kunna að hafa vaxið við jökulrendur fyrir rúmum 10.000 árum. Meðfram efstu strandlengju, sem nú liggur í 60 m hæð, höfðu sjórekin fræ og rætur náð að vaxa og þroskast. Höfðu þessir plöntuhlutar einkum dreifst til landsins með hafstraumum og að nokkru á rekísjökum. Frá þessari efstu rekarönd breiddist gróður út bæði upp um hlíðar og niður á undirlendið, sem hafði smám saman risið úr sæ (Sturla Friðriksson 1962). Jarðvegur hafði myndast. Mýrar urðu til á flatlendi þar sem staða jarðvatns var há. Gróður teygði sig upp um heiðar, en þegar land hækkaði kann að hafa orðið nokkur afturkippur í þeim vexti. Laus steinefni bárust þá niður í dalinn og byggðu upp jarðveg móa og mýra. Framan við margt holtið má einnig finna foksand, sem væntanlega hefur borist ofan af fjalllendinu og fallið hlémegin við klappimar eftir að sjór fjaraði. Sandur og fokmold af þessu tagi er í götunni ofan við Veiðilækjarbæinn, sunnan við Mosholtið í Tóftabrekkum við reið- götuna að Fossvaðinu, og einnig má sjá þessa sendnu mold efst í hlíðum Stekkjar- hvamms, sem er vestan við gamla veginn ofan við Almenninginn í Norðurá. Öll er þessi fokmold í um 45 m y.s. Er líkast því sem þá hafi verið myndaður jarðvegur í hlíðum, en hann hafi tekið að fjúka þegar land hækkaði. Birki var hér snemma á ferðinni. Dalurinn var skrýddur skógi fyrir um 6.000 árum. Ofan á gamla jökulleir lónsins, sem sést t.d. við Hrauná, liggja lög af allt að 10 sm sverum birkistofnum. Slík tré hafa klætt hlíðarnar í kring um lónið. Brot úr birkilurkum þessum hafa verið aldursgreind í Svíþjóð með C14- mælingu og reynst vera 5.645 * 85 ára gömul (Ingrid U. Olsson 1988). Fram að þeim tíma hefur enn verið stórt lón ofan við Laxfoss, en þá hefur rofnað rauf í fosshaftið og fór upp frá því að myndast jarðvegur á þurrlendi í flóanum við Hraunárbrú. B GRÁBRÓKARHRAUN Fyrir um 3.000 árum tók aftur að gjósa í Norðurárdal. Stutt sprunga opnaðist um þveran dal nálægt mynni hans. Við eldsumbrotin mynduðust þrír gígir. Er sá stærsti nefndur Grábrók, en frá þessum eldstöðvum rann Grábrókarhraun. Hraun- straumur féll í átt til Hreðavatns og stíflaði frárennsli þess (Pálmi Hannesson 1935). Við það hækkaði yfirborð vatnsins og flötur þess stækkaði. Úr því streymir nú vatn í rásum undir hrauninu. Kemur það fram í lindum, sem spretta upp undan hraun- jaðrinum við Norðurá. Á ein lítil, Hrauná, ber hins vegar yfirfall úr Hreðavatni í vatnavöxtum. Þegar hraunið rann féll það einnig til austurs og flæmdi Norðurá úr gömlum farvegi. Stíflaði það ána á svæði 16

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.