Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 20
orðið berghrun úr hamraveggnum. Myndaði
það mikið framhlaup, sem er stórgrýtisurðin
milli bæjanna Hraunsnefs og Hvassafells. Er
talið að berghrun þetta hafi orðið löngu áður
en land byggðist (Ólafur Jónsson 1957,
1976).
VATNSRENNSLI
NORÐURÁR
Vatnsrennsli Norðurár er mjög mismikið,
eins og þeir vita sem við Norðurá dveljast.
Sama máli gegnir um lit árvatnsins. I lok
ísaldar hefur þar vafalaust beljað fram
leirugt jökulvatn. Norðurá er nú að mestu
tær bergvatnsá, en stundum verður hún
mjólkurlituð af leirlosi. í úrkomutíð og í
vorleysingum getur hún orðið kolmórauð af
jarðvegsframburði. Norðurá er nú að mestu
leyti dragá með rnikið vatnasvið. Að henni
safnast vatn af 506,8 ferkílómetrum lands og
getur áin vaxið mjög ört á skömmum tíma.
Meðalrennsli árinnar við Stekkinn mælist nú
22,8 m3 á sekúndu. Að vetri til getur það
orðið dreitillítið og hefur minnst mælst 0,6
m3/sek. í miklum vatnavöxtum getur rennslið
hins vegar orðið yfir þúsund sinnum meira
en þetta lágmarksrennsli. Hinn 14. janúar
1992 mældist vatnsmagnið til dæmis 698 m3/
sek. (Vatnamælingar, Orkustofnun). Þá er
Norðurá stórfljót og minnir á dágóða jökulá í
vexti. Er áin þá orðin helmingi vatnsmeiri en
Þjórsá í meðalrennsli. Af þessu sést að
graftrarmáttur vatnsins í Norðurá hefur
getað verið mikill í lok jökulskeiðs og allan
þann tíma sem síðan er liðinn frá lokum
ísaldar. Enn er árvatnið að dýpka gljúfrin og
bera svarfið fram í nýjar eyrar. Og nú er
jafnvel mannshöndin farin að breyta rennsli
árinnar og leiða vatn hennar um laxastiga,
meðfram vegum, í gegn um rör og undir brýr.
HEIMILDIR
Guðmundur Bárðarson 1923. Fomar sjávar-
minjar. Rit 1, Vísindafélag Islendinga. Bls.
116.
Guðmundur Kjartansson 1968. Jarðfræðikort af
Islandi blað, 2. Miðvestur Island. Menningar-
sjóður, Reykjavík.
Haukur Jóhannesson 1997. Yfirlit um jarðfræði
hálendis Mýrasýslu og yfir til Dala. Árbók
Ferðafélags fslands 1997. Bls. 214-226.
Ingrid U. Olsson 1988. Eðlisfræðistofnun, Upp-
salaháskóla, Svíþjóð. (Heimild úr sendibréfi
19. okt. ‘88.)
íslenskt fornbréfasafn I. Bls. 179.
Jón Jónsson 1964. Bæli. Fomar eldstöðvar í
Norðurárdal. Náttúrufræðingurinn 34. 174—
176.
Ólafur Jónsson 1957. Skriðuföll og snjóflóð.
Bókaútgáfan Norðri, Akureyri. Bls. 127-129.
Ólafur Jónsson 1976. Berghlaup. Ræktunarfélag
Norðurlands, Akureyri. Bls. 558-564.
Pálmi Hannesson 1935. Borgarfjarðarhérað,
Landfræðilegt yfirlit. í: Héraðssaga Borgar-
fjarðar I. Félagsprentsmiðjan, Reykjavík. Bls.
11—48.
Sturla Friðriksson 1962. Um aðflutning íslensku
flórunnar. Náttúrufræðingurinn 32. T75-189.
Vatnamælingar Orkustofnun. (Munnlegar upp-
lýsingar.)
Þorleifur Einarsson 1991. Myndun og mótun
lands. Jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík.
299 bls.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Sturla Friðriksson
Skildingatanga 2
101 Reykjavík
18