Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 22
með upphafsstaf skírnarnafns skv. ensku stafrófi, þ.e. ekki sérstöfum einstakra tungu- mála. Þegar nöfn vísindamanna í afmörkuð- um greinum eru sérstök er einfalt að telja í bókum eða láta tölvuna finna tilvitnana- fjöldann. Ef misritun verður á nafni höfund- ar við skráningu í gagnagrunninn kemur það fram sem nýtt nafn. Beri fleiri en einn einstaklingur í sömu fræðigrein sama eftirnafn og skammstöfun skírnarnafns, verður að þekkja og greina í sundur ritverk hvers og eins. Þannig eru t.d. fjórir íslenskir bæklunarlæknar JONSSON B, þrír læknar GUDMUNDSSON S og tveir BJORNSSON S. Þrír jarðvísindamenn eru GUDMUNDSSON A og tveir afkastamiklir jarðvísindamenn eru EINARSSON T. Könnun höfundar á tilvitnunum hófst upphaflega með því að gera nafnalista yfir starfandi sérfræðinga á sjúkrahúsum og kennara læknadeildar og kanna árin 1992- 1996 í tölvu og fyrri ár síðar í bókum. Eidri læknum hefur síðan verið bætt á listann og yngri læknum eftir því sem fréttist af ritstörfum þeirra. Könnun hófst síðar á til- vitnunum í vísindavinnu annarra raunvís- indamanna samkvæmt ýmsum ábendingum. Við könnun á ritstörfum lækna og annarra heilbrigðisstétta hefur oft verið leitað f gagnagrunninum Medline, sem skráir grein- ar vísindamanna á ýmsum sviðum læknis- fræði (medical sciences) í þekktum al- þjóðlegum tímaritum. Gagnagrunnarnir SCI og Medline ná ekki yfir nákvæmlega sömu tímaritin og eru þau nokkru fleiri í SCI. í allmörgum tilfellum hefur verið leitað beint til lækna og annarra vísindamanna til að fá ritlista þeirra. Nokkur vafi leikur enn á nákvæmum tilvitnanafjölda í verk einstaklinga sem bera nöfn sem einnig eru algeng á Norðurlöndum og vitnað er til í nokkrum en ekki miklum mæli. I síðustu yfirferð komu fyrir nokkur nöfn sem augljóslega er vitnað í fyrir 1978 og verður að fullkanna síðar á bókasöfnum erlendis. Einnig eru að koma fram á sjónarsviðið ungir vísindamenn, einkum líffræðingar, sem eftir er að kanna betur. Með þessum fyrirvara tel ég könnunina vera innan viðunandi skekkjumarka og gefa raUnhæfa heildarmynd af tilvitnanatíðni í verk íslenskra raunvísindamanna, einkum lækna og jarðvísindamanna, frá 1945 til ársloka 1998. NIÐURSTÖÐUR Almennt Alls var könnuð tilvitnanatíðni í verk u.þ.b. 600 einstaklinga; þar af fundust tilvitnanir í verk 490. í 1. töflu (læknar) og 2. töflu (vísindamenn aðrir en læknar) má sjá hæstu einstaklinga í hvorum flokki. Flestir eru vel þekktir vísindamenn. Athyglisvert er að hæsti einstaklingurinn er stærðfræðingur- inn Sigurður Helgason prófessor, með tæplega 3.800 tilvitnanir til ársloka 1998, og næsthæstur er grasafræðingurinn Áskell Löve prófessor, með rétt tæplega 3.000 tilvitnanir. Flestir vísindamannanna hafa að 1. tafla. Fjöldi tilvitnana; lœknar. - Number of citations, medical doctors. Ingvar BJARNASON 1765 Snorri S. ÞORGEIRSSON 1477 Bjöm SIGURÐSSON 1452 Karl TRYGGVASON 1313 Lárus EINARSON 1202 Kári STEFÁNSSON 1180 Helgi VALDIMARSSON 1002 Gunnar SIGURÐSSON 972 Unnur P. ÞORGEIRSSON 678 Hannes PÉTURSSON 611 Níels DUNGAL 552 Stefán KARLSSON 522 Birgir GUÐJÓNSSON 514 Þorkell JÓHANNESSON 489 Bjöm ÞORBJARNARSON 478 Bjami A. AGNARSSON 452 Margrét GUÐNADÓTTIR 440 Tryggvi ÁSMUNDSSON 414 Guðmundur ÞORGEIRSSON 379 Bogi ANDERSEN 353 Hrafn TULINIUS 353 Gunnar GUÐMUNDSSON 350 Þórarinn GÍSLASON 347 Einar STEFÁNSSON 345 Guðmundur PÉTURSSON 344 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.