Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 29
PUNKTASVEPPUR Punktasveppur (Poronia punctata (L.: Fr.) Fr.) tilheyrir fylkingu asksveppa og er með stærri sveppum af því tagi. Flann vex eingöngu á taði hrossa og asna. Sveppur þessi var tíður fyrr á öldum um alla Evrópu, en á síðustu áratugum hefur hann stöðugt orðið fágœtari og virðist nú vera um það bil að deyja út. Hérlendis hefur hann fundist á tveimur stöðum norðan- og austanlands, á tímabilinu frá 1954 til 1978. Síðan ekki söguna meir. SKRÁÐAR HEIMILDIR OG SAFNEINTÖK Þann 24. júní 1954 hef ég skráð í vasabók mína: „Poronia punctata (d. Priksvamp) fundinn á gömlu hrossataði niður í Efra- Rafbotni, allmikið. (Greining skv. Rostrup: Den Danske Flora: Blomsterl0se planter. Sýnish. geymt. No. A-70.)“ Þetta var á heimili mínu, Droplaugar- stöðum í Fljótsdal. Ég var þá 19 ára og lítið Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis - tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd - í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímaritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. HELGI HALLGRÍMSSON byrjaður að skoða sveppi. Ég var nýbúinn að klambra saman smásjá, aðallega úr pappír og tré, sem ég gat notað dálítið til að skoða mosa og vatnaþörunga, og hafði mestan áhuga á þeim flokkum. Mig grunaði ekki þá að ég ætti eftir að fást við sveppi. Síðar kom í ljós að þetta var fyrsti fundur punktasveppsins hér á landi sem um er vitað. Hans var hvergi getið í rituðum heim- ildum um íslenska sveppi. Aftur fann ég sveppinn á Droplaugar- stöðum 1. september 1960 og ritaði þá í dagbók mfna: „I Parthúshöllum fann ég engan svepp utan Poronia punctata. Óx mikið af henni víða, á gömlum hrossaskít. Mig hafði reyndar lengi grunað að Poronia leyndist hér, þar eð ég taldi mig hafa fundið hana hér (eða á Akureyri) fyrir nokkrum árum. Þessi grunur hefur þarmeð hlotið stað- festingu og bœtist þar merkur sveppur í hóp hinna íslensku tegunda. Þessi tegund er vafalítið algeng hér. “ Ómerkt sýni (taðköggull með a.m.k. 14 aldinum) í sveppasafni Náttúrufræðistofn- unar íslands á Akureyri er líklega frá þessum fundi, en það var ætlað til sýninga. Annað sýni af þessum svepp í safninu (nr. 100) er dagsett 14. júní 1963 og er fundið á Drop- laugarstöðum, í 200 m h.y.s. Hins vegar hef ég þá ekki getið þessa fundar í dagbók minni, sem er dálítið einkennilegt en kannski hélt ég þá enn að tegundin væri algeng. Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 27-30, 1999. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.