Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 36
Grænlandi. Mælingarnar sýndu hins vegar enga aukningu iridíns í Grænlandsísnum á árunum eftir 1908. Þar með þótti ólíklegt að um loftstein hafi verið að ræða, því ætla má að um 10- til 20-föld aukning á iridíni geti orðið frá loftsteini sem springur í þetta miklli hæð. NIÐURSTAÐA Sumarið 1996 var haldin á ftalíu alþjóðleg ráðstefna um Tunguska-atburðinn. Komu þar saman rúmlega 60 sérfræðingar um loftsteina, þar af um 20 frá Rússlandi og jafnmargir frá Bandaríkjunum. Farið var yfir niðurstöður flestra leiðangra sem farnir hafa verið til Tunguska, en kenningar um hvað þarna var á ferðinni voru einnig ræddar. Skiptust menn þar nokkuð í tvö horn eins og fyrr er getið. Sumir telja að það hljóti að hafa verið loftsteinn - slíkur var sprengi- krafturinn. Aðrir töldu að þarna hljóti halastjarna að hafa rekist á jörðina og bentu á að annars hlytu brot úr steininum að hafa fundist á jörðu niðri. Enn aðrir rötuðu meðalveginn og töluðu bara um „hlutinn“, án frekari skýringa. Ljóst er að erfitt verður að skera úr um þetta atriði nema brot úr hlutnum finnist. Þó ber mönnum saman um að hluturinn sem þarna kom inn í gufuhvolf jarðar var ekki mjög stór, líklega á bilinu 20- 80 m í þvermál. Stærri hlutur gæti haft afdrifaríkari afleiðingar. Almennt voru þó af- skrifaðar kenningar sem segja að þarna hafi svarthol rekist á jörðina eða að geimskip óvinveittra hafi bilað og verið sprengt í loft upp svo það félli ekki í hendur jarðarbúa! Nýlegir likanreikningar styðja raunar þá tilgátu að þarna hafi loftsteinn verið á ferðinni, um 60 m í þvermál, og að hann hafi skollið á jörðinni með hraðanum 16 km/s. Sú ályktun er fyrst og fremst dregin af stærð jarðskjálftanna sem fylgdu sprengingunni. Olíklegt er talið að halastjörnur geti valdið svo sterkum skjálftum þar eð þær hafa mun minni brotstyrk en loftsteinar (Foschini 1999). Sprengingin í Tunguska er ennþá afar áhugaverð þótt nærri öld sé um liðin. Skiln- ingur á henni getur fært okkur þekkingu á því sem búast má við í framtíðinni þegar ókomnar himnasendingar af stærri gerðinni ná loks á leiðarenda, en líklegt er talið að atburður á við sprenginguna í Tunguska árið 1908 geti orðið á 100 til 1000 ára fresti. Afleiðingar slíks áreksturs eru þó fremur staðbundnar, og eru raunar mjög háðar stærð og gerð hlutarins sem um ræðir (Verschuur 1998). Stærri hlutir geta valdið mun meira tjóni og haft skelfilegri afleiðingar, en eru að sama skapi mun sjald- gæfari og rekast ekki á jörðina nema á tugþúsund ára fresti hið minnsta. HEIMILDIR Foschini, L. 1999. A solution for the Tunguska event. Astronomy & Astrophysics. Vol. 342. L1-L4. Gallant, R. A. 1994. Journey to Tunguska. Sky & Telescope, júní. Bls. 38^43. Gibbs, W.W. 1998. The Search for Greenland's Mysterious Meteor. Scientific American, nóv. Bls. 44—51. Gunnlaugur Björnsson 1994. Árekstur aldar- innar. Náttúrufræðingurinn 64. Bls. 131-138. Kuhn, K.F. 1994. In Questof the Universe. 2nd Edition. West Publishing Company 1994. Rasmussen, K.L. 1997. Mysteriet om Tunguska i 1908. Aktuel Astronomi, sumarið 1997. Verschuur, G.L. 1998. Impact Hazards: Truth and Consequences. Sky & Telescope, júní. Bls. 26-34. PÓSTFANG HÖFUNDAR Gunnlaugur Björnsson Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 3 107 Reykjavík Netfang gulli@raunvis.hi.is 34

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.