Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 39
innlendar heimildir en aðrir höfundar og voru þær 64% af öllum heimildum þeirra. Tilvitnanir í íslensk tímarit voru 655 talsins og var vitnað í um 30 titla. Vísindamenn á Nst vitnuðu tiltölulega oftast í þau, 180 sinnum, en Hafró-fólk kom fast á hæla þeirra með 159 tilvitnanir. Sérfræðingar OS vitnuðu 141 sinni í íslensk tfmarit, RALA- fólk 128 sinnunt en sérfræðingar Rf aðeins 47 sinnum. Náttúrufræðingurinn var vinsæl- asta íslenska tímaritið, eins og sést í 1. töflu. í töflunni eru listuð þau 11 íslensku tímarit sem oftast var vitnað í. Náttúrufræðingurinn fékk rúm 17% allra tilvitnana í íslensk tímarit. Einnig er athyglisvert að sérfræðingar allra stofnananna, nema Rf, vitnuðu í ritið. Al töflunni má sjá að tilvitnanir í önnur tímarit voru mun einhæfari, að því leyti að í mörg þeirra vitnuðu eingöngu sérfræðingar á einni stofnun. Þegar skoðað var í hvers konar ritum tilvitnanir í Náttúrufræðinginn voru kont í ljós að llestar voru þær í íslenskum ritum. Atti það einnig við um tilvitnanir í önnur íslensk tímarit. Unt það bil fimmtungur til- vitnana í þau var í erlendum ritum, aðallega skýrslum og ráðstefnurilum. Ef til vill er umhugsunarvert fyrir út- gefendur hinna íslensku tímaritanna á listanum hversu lítið er vitnað í þau af öðrum en sérfræðingum stofnananna sem gefa þau út. A það ber þó að líta í því samhengi að þessi athugun tók aðeins til tveggja ára og fimm stofnana þar sem stundaðar eru nokkuð sérhæfðar rannsóknir. Fólk notar einnig tímarit á víðtækari hátt en með því að vitna í þau. Einnig má ætla að aðgengi ritanna skipti máli. Það ætti þó ekki að hafa áhrif á tilvitnanir í íslensk tímarit, sem eru til á bókasöfnum flestra stofnana. Náttúru- fræðingurinn virðist virtur meðal íslenskra vísindamanna. Heimild Guðrún Pálsdóttir (1999). Innan seilingar: upplýsingaleiðir vísindamanna og öflun heimilda. Ritgerð til meistaraprófs í bóka- safns- og upplýsingafræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands 1999. 190 bls. PÓST- OG NETFANG HÓFUNDAR Guðrún Pálsdóttir Rannsóknastofnun landbúnaðarins Bókasafn Keldnaholti 112Reykjavík gudrun@rala.is 37

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.