Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 44
in með aldauða og núlifandi formum bentu
til samfelldrar breytingar á dýralífi álfunnar.
Máli sínu til stuðnings vitnaði Darwin líka í
rannsóknir annarra, til dæmis á fornum og
nýjum pokadýrum í Ástralíu.
Samanburður á líffæracerð
Darwin bendir á að líkamsgerð lífveranna sé
mótuð af erfðum. Þótt allar tegundir séu
vissulega vel lagaðar að þeim skilyrðum sem
þær lifa við má samt benda á margt sem lítt
eða ekki gagnast einstaklingunum. Hálend-
isgæsin eða magellansgæsin, sem Darwin
kynntist í Patagóníu, kemur aldrei í vatn en
hefur samt sundfit eins og aðrár gæsir. Frei-
gátufuglar, stórir fuglar sem fljúga af mikilli
fimi nærri ströndum heitra hafa og ræna
fæðu af öðrum fuglum líkt og kjói og skúmur,
hafa líka sundfit en setjast samt vart á sjó.
Ótrúlegt hlýtur að teljast að sundfitin á fótum
hálendisgæsar eða freigátufugls nýtist þessum
fuglum. Því verður vart heldur trúað að það sé
dýrunum til sérstakra nota að sama skipan beina
er í handleggjum apa, framlimum hests, fugls-
vængjum og selshreifum. Ætla má að forverar
hálendisgæsar og freigátufugls haft engu minni
not haft af sundfitinni en hinir eindregnustu
vatnafuglar er nú lifa. Eins má gera ráð fyrir að
forveri sela haft ekki haft hreifa heldur fætur með
ftmm tám, lagaða til gangs eða grips. (Uppruni
tegundanna, 6. kafli.)
13. mynd. Fóstur skyldra
tegunda líkjast mun meir
en fullorðnir einstaklingar.
Frá vinstri, fóstur manns,
hænu og háfs. Gerð, lögun
og staða heila, augna,
nasa, munns, tálknaraufa
eða tálknafellinga, fram-
lima, afturlima, vöðva og
rófu er mjög svipuð á þessu
stigi en verður síðan
gerólík. (British Museum/
de Beer 1970.)
Samanburður á fósturþroskun
Ýmis dýr sem fullvaxin eru mjög ólík, líkjast
hvert öðru mun meir á fósturstigi (13. mynd).
Eigi fæst betri sönnun á þessu en þegar Von
Baer staðhæfir: „Fóstur spendýra, fugla, eðlna,
snáka og trúlega einnig skjaldbakna eru framan af
einkar lík, bæði í heild og um þroskun einstakra
parta; svo mjög að erfitt getur reynst að greina
þau að, nema út frá stærð. Eg hef í fórum mínum
tvö lítil fóstur í vínanda sem ég hef gleymt að
merkja, og mér er ókleift að sjá af hvaða flokki
þau eru. Þetta gætu verið eðlur, smáfuglar eða
mjög ung spendýr, það er svo margt sameiginlegt
með myndun bols og höfuðs í þessum dýrum.“
(Uppruni tegundanna, 14. kalli.)
Darwin bendir líka á rýr og óvirk líffæri,
svo sem tennur í efri kjálka kálfa og tann-
hvala sem aldrei vaxa út úr gómnum.
Slöngur hafa aðeins eitt virkt lunga en leifar
af hinu og þannig inætti lengi telja.
Ýmsir líkamshlutar dýrs geta verið full-
þroskaðir þótt þeir séu í þeim skilningi rýrir
að þeir eru gagnslausir. Hr. G. H. Lewes bendir
á að seiði (halakarta) venjulegrar salamöndru
„er með tálkn og lifir í vatni; en alpamandran,
Salamandra atra, sem lifir hátt til fjalla, gýtur
fullmótuðum ungum. Þetta dýr lifir aldrei í
vatni. En ef opnaður er kviður ungafulls
kvendýrs koma í Ijós halakörtur með fjöðruð
tálkn; og séu þær látnar í vatn leggjast þær til
42