Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 60
Árið 1952 var landhelgin færð út í 4
sjómílur frá grunnlínum sem dregnar voru
þvert fyrir flóa og firði. Ohætt er að fullyrða
að Árni átti ómetanlegan þátt í vönduðum
undirbúningi og röksemdafærslu fyrir
útfærslunni.
■ STJÓRNANDINN
Um áramótin 1953-1954 urðu mikil þáttaskil í
ævi Árna Friðrikssonar en þá tók hann að
sér starf framkvæmdastjóra Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins. Þessi samtök voru stofn-
uð í Kaupmannahöfn 1902 og þar hafa höfuð-
stöðvarnar ævinlega verið. Fyrsti fram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar var hollenskur
og gegndi hann starfinu í 4 ár. Allt l'rá 1906
höfðu framkvæmdastjórarnir verið danskir
og á aðalskrifstofu ráðsins var allt starfs-
fólkið einnig danskt. Svo var hinsvegar
komið á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari
að ýmsum fannst við hæfi að hið alþjóðlega
eðli þessarar stofnunar yrði meira áberandi,
meðal annars með því að yfirmaður hennar
væri af öðru þjóðerni en dönsku. Þetta sýndi
þó engan veginn vantraust á þeim dönsku
mönnum sem gegnt höfðu þessu starfi
heldur var liður í þeirri þróun til eflingar
stofnuninni sem þá var að hefjast.
Haustið 1953, er ársfundur Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins var haldinn í Kaup-
mannahöfn, var ljóst að staða framkvæmda-
stjórans myndi losna frá næstkomandi
áramótum og var því hlutverk þess fundar
að kjósa mann í staðinn. Svo fór, að öllum
málavöxtum vel athuguðum, að Árni
Friðriksson var einróma kjörinn fram-
kvæmdastjóri ráðsins. Hófst nú mikið
athafnatímabil í ævi Árna og það að nokkru
leyti á nýju sviði. Nú varð hann alþjóðlegur
í starfi sínu ef svo má segja. Innan Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins voru þá 14 þjóðir en
fjölgaði um tvær skömmu eftir að hann tók
við starfinu, er Pólland og Sovétríkin
gerðust aðilar. Árni hafði alveg sérstaka
hæfileika til að starfa með mönnum af hinum
ólíkustu þjóðernum og laða menn til
samstarfs. Það hjálpaði honum mikið hversu
mikill mannþekkjari hann var og sú heims-
borgaralega sýn sem hann hafði öðlast við
kynni af mönnum af mörgu þjóðerni og
ólíku. Þá kom einnig í ljós að Árni reyndist
afburðagóður stjórnandi og hafði frábæra
skipulagsgáfu. Þetta kunni starfsfólk aðal-
skrifstofunnar vel að ineta og lagði sig allt
fram um að gera veg Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins sem mestan og bestan.
Þegar Alþjóðahafrannsóknaráðið var
stofnað árið 1902 tíðkaðist ekki að gera um
slíka stofnun milliríkjasamninga. Þess í stað
höfðu ráðinu verið settar reglur og smám
saman höfðu myndast hefðir sem mótuðu
starf þess. Það var Árna ljóst frá því að hann
tók við starfi framkvæmdastjórans að við
svo búið mátti ekki lengur standa ef
Alþjóðahafrannsóknaráðið átti að geta
gegnt hlutverki sínu sem fullgild alþjóða-
stofnun með alþjóðlegu starfsliði og nauð-
synlegum réttindum eins og gerðist hjá
hinum nýju stofnunum á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Árni hófst því handa um að
breyta Alþjóðahafrannsóknaráðinu í nútíma
alþjóðlega stofnun. Eftir 10 ára þrotlaust
starf var síðan efnt til ráðstefnu allra
aðildarríkja Alþjóðahafrannsóknaráðsins til
að ganga frá samningi um ráðið. Á undan
þeim fundi höfðu farið margir óformlegir
fundir fulltrúa í ráðinu til undirbúnings
samningsgerðinni og vegna þess tókst á
þessum fundi að ljúka samningnum og var
hann undirritaður haustið 1964. Eftirá
viðurkenna allir að þetta starf Árna hafi
bjargað Alþjóðahafrannsóknaráðinu, sem
árið 2002 mun halda upp á aldarafmæli sitt.
Þetta er virtasta stofnun veraldar á sínu
sviði sem nýtur óskoraðs trausts fyrir
vönduð vinnubrögð og er aðalráðgjafi í
stjórnun fiskveiða og vörnum gegn mengun
Norður-Atlantshafsins. Aðildarríkin eru nú
20, þ.e.a.s. öll strandrfki við norðanvert
Atlantshaf, bæði að austan- og vestan-
verðu.
Árni Friðriksson var Vestfirðingur (5.
mynd). Hann fæddist 22. desember árið 1898
en lést 16. október 1965. Foreldrar hans voru
■ MAÐURINN
58