Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 62
rannsóknastofnuninni, og fékk auk þess 2.500 kr. styrk frá Fiskifélagi íslands árið 1929 til að vinna úr íslenskum gögnum í Kaupmanna- höfn. A Fiskiþingi 1930 var samþykkt að setja 5.000 kr. á fjárhagsáætlun fyrir árið 1931 sem laun fiskifræðings og tilkynnti stjóm Fiski- félagsins Árna að honum yrði veitt staðan ef hann sækti. Ámi vildi hins vegar ekki þiggja stöðuna á þessum kjömm, enda hafði vélfræðiráðunautur verið ráðinn samtímis fyrir 6.000 kr. árslaun. Niðurstaðan varð sú að Sfldareinkasalan bætti 1000 kr. við tilboð Fiski- félagsins og Árni kom heim. En hvers konar maður var Árni? Því er fljótsvarað: Hann er skemmtilegasd maður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Eg hitti Árna í fyrsta skipti haustið 1951 er ég var í 6. bekk Menntaskólans. Þá bað ég um viðtal við hann og tjáði honum að hugur minn stæði til náms í fiskifræði. Hann tók mér ákaflega vel og í framhaldi af því nefndi ég hvort ekki væri heppilegast að sækja um skólavist í Noregi því að þar vissi ég að nokkrir íslendingar stunduðu nám í þessum fræðum. Viðbrögð Árna komu mér algjör- lega á óvart því að hann hristi höfuðið ákaflega og sagði að undir engum kringum- stæðum skyldi ég fara til Noregs. Ekki vegna þess að þar væri ekki unnt að læra fiskifræði með góðum árangri heldur vegna þess að hann hefði mótað þá stefnu að fá starfslið til Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans frá sem flestum löndum þar sem kennsla í þessari fræðigrein væri á háu stigi. Hann ráðlagði mér eindregið að sækja um skólavist í Bretlandi því þaðan hefði enginn Islendingur útskrifast í fiskifræði áður. Eg varð eitthvað hvumsa við því ég hafði ekki hugsað mér að stunda nám á Bretlandseyjum enda var ég nú býsna lélegur í ensku og hún ekki kennd eftir 4. bekk í stærð- fræðideild Menntaskólans. Eftir nokkra um- hugsun ákvað ég að ganga aftur á fund Árna Friðrikssonar síðar um haustið en þá kom í ljós að hann var farinn til Brasilíu og starfaði þar veturinn 1951-1952 sem ráðgjafi brasilísku ríkisstjómarinnar í skipulagningu hafrann- sókna þar í landi. Það kom því í hlut Jóns Jónssonar að leiðbeina mér um skólavist í Bretlandi. Nánari kynni okkar Áma hófust svo fljót- lega eftir að hann kom heim frá Brasilíu. Þá var Ijóst að hann vantaði bát til sfldarmerkinga vegna þess að fyrsta fley sem Fiskideild At- vinnudeildar Háskólans eignaðist, „Svan- holm“, hafði farist haustið áður á leið frá Siglu- firði til Reykjavíkur. Niðurstaðan af viðræðum okkar varð sú að hann ákvað að leigja bát föður míns, sem síðan var hafður til sfldar- merkinga í ein 15 ár þar á eftir. Ámi var ákaflega hlýr og umhyggjusamur yfirmaður enda mjög vinsæll meðal undirmanna sinna. Hann hafði t.d. miklar áhyggjur af okkur sem vomm á sjónum og í hvert skipti sem við komum lil Siglufjarðar eftir merkingarleiðangur var við- mót hans eins og hann hefði heimt okkur úr helju, enda var gestrisnin og alúðin ólýsanleg. I daglegri umgengni var hann ætíð glaður og reifur og hrókur alls fagnaðar á gleðistund. Hann var mjög söngvinn og byrjaði oft kvöldið með því að syngja „gluntana" en þegar á leið færði hann sig yfir í Mozart-aríur og endaði kannski snemma morguns með því að æfa sig á nokkmm Wagner-aríum. Hann var frekar lágur maður vexti en þreklega vaxinn og snöggur í öllum hreyfingum. Bar sig vel og var jafnan mjög vel til hafður. ■ HEIMILDIR Árni Friðriksson 1932. Aldahvörf í dýraríkinu. Menningarsjóður, Reykjavfk. 225 bls. Árni Friðriksson & O. Aasen 1950. The Norwe- gian Icelandic Herring Experiment. Rep. No. 7. Fish. Div. Skr. Ser. Havunders 9(11). 1-43. Colbert, E.H. 1951. The Dinosaur book, the rul- ing reptiles and their relatives. McGraw-Hill book company, lnc„ New York. 156 bls. Johansen, A.C. 1927. On the Migration of the Herring. J. du Conseil 2(1). 1-27. Lea, E. 1929. The Oceanic Stage in the Life His- tory of the Norwegian Herring. J. du Conseil 4(1). 3-42. Pústfang/Netfang höfundar Jakob Jakobsson Hafrannsóknastofnuninni Skúlagötu 4 121 Reykjavík jakjak@hafro.is 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.