Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 9
hraunið. Leíðvallar- og Landbrots- hraun eru talin komin úr þeim hluta gossprungukerfisins sem liggur milli Svartahnúksfjalla og Gjátinds en nafnið Eldgjá er yfirleitt notað um nyrsta hluta þess. Mun Þorvaldur Thoroddsen hafa bent á þetta fyrstur rnanna (1894). Þau runnu fyrst í far- vegum Nyrðri- og Syðri-Ófæru og síð- an í farvegum Skaftár niður á lág- lendið, sömu leið og Skaftárelda- Iiraunið síðar. í þessari grein verður fjallað um aldur hraunanna sem talin voru upp hér að framan. Aldursákvarðanirnar byggjast á rannsókn á jarðvegi ofan á, undir og við jaðra hraunanna. Gjósku- lögin í jarðveginum segja til um ald- ur hans. Með því að bera jarðvegs- snið ofan á og undir hraununum sam- an við jarðvegssnið utan þeirra, er hægt að fá nokkuð glögga hugmynd um hvenær tiltekið hraun rann. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú, að Landsbrotshraun, Leiðvallarhraun og Álftavershraun hafi myndast skömmu eftir landnám á Islandi. Þau virðast hafa runnið með svo stuttu millibili að til greina kemur að telja þau mynduð í einu og sama gosinu. Hin eiginlega Eldgjá var virk á sama tíma og hraunin mynduðust. Þessi hugmynd er ekki ný af nál- inni, Þorvaldur Thoroddsen setti hana fyrst fram í Andvara 1894 og oft síðan (1908—11, 1925). Þorvaldur gerði ráð fyrir að þessi hraun liefðu myndast í einu gosi á gossprungu sem náði — þó ekki óslitið — sunnan frá Mýrdalsjökli að Gjátindi í Skæling- um og kallaði hann alla gossprung- una Eldgjá og hraunin Eldgjárhraun. Samkvæmt rannsóknum Sveins Jak- obssonar (1978, í prentun) eru aðstæð- ur á suðurhluta gossprungukerfisins, næst Mýrdalsjökli, allmiklu flóknari en Þorvaldur gerði ráð fyrir þegar hann talaði um Eldgjá sem eina stóra gossprungu. Þar eru margar eldstöðv- ar og hraunstraumar. Ekki er ljóst hvaða eldstöðvar voru virkar þegar það sem hér er kallað Álftavershraun myndaðist. Nokkrir hraunstraumar frá suðurhluta gossprungukerfisins gætu verið yngri en engin gögn eru ennþá til um aldur þeirra. Robson skipti hraunasvæðinu á Mýrdalssandi niður í mörg hraun, m. a. vegna millilaga úr vatnsborinni ösku. Jón Jónsson kallar hraunin, sem nefnd voru hér að framan, einu nafni Eldgjárhraun en tekur ekki afstöðu til hvort þau eru mynduð í einu eða fleiri gosum (1958, 1970, 1975). Hann telur þau miklu eldri en Þorvaldur gerði og Landbrotshraunið a. m. k. 5000 ára gamalt. Sigurður Þórarinsson benti á að mikið gjóskulag hefði myndast við gos í hinni eiginlegu Eldgjá og taldi líklegt að það væri jafngamalt Eld- gjárhraununum austan Kúðafljóts — eins og nú má telja fullvíst. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir að hraunin á Mýrdalssandi væru mynd- uð í því gosi. Hér á eftir verða færð rök að ald- ursákvörðununum. Rétt er að taka það fram að í greininni er fyrst og fremst verið að fjalla um aldur liraun- anna eins og þau eru skilgreind hér en engin afstaða tekin til eldstöðv- anna sem þau runnu frá. 1 sameiningu verða þessi hraun köll- uð Eldgjárhraun. Samanlagt eru þau 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.