Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 10
um 9 km3 (Þ. Thoroddsen, 1925) eða
af sömu stærðargráðu og Skaftárelda-
hraunið frá 1783.
AÐDRAGANDI
Nokkur aðdragandi hefur verið að
þeim aldursákvörðunum sem hér
verður fjallað um.
Sumarið 1975 var hafist handa við
að gera nákvæmt gjóskutímatal fyrir
Kötlusvæðið. Það er nákvæmast á
sögulegum tíma en nær orðið um 3000
ár aftur í tímann. Það var einkum
tvennt sem olli Jrví að sérstaklega var
hugað að aldri Eldgjárhraunanna
samtímis því að unnið var að gjósku-
tímatalinu.
Þurrlendisjarðvegur í V.-Skaftafells-
sýslu er allt að 14 m þykkur (Þ. Ipnars-
son, pers. uppl.) og mun hvergi þykk-
ari á landinu. Það vakti því athygli
hve jarðvegurinn ofan á Landbrots-,
Leiðvallar- og Álftavershrauninu er
jmnnur — og ungur. Þykktin er yfir-
leitt 1—2 m. Þegar gjóskulög í jressum
jarðvegi voru borin saman við gjósku-
lög í jarðvegssniðum utan hraunanna
kom í ljós að gjóskulögin ofan á
hraununum voru öll yngri en frá um
1000 e. Kr. Þar sem Jjykkur jarðvegur
finnst inni á Landbrotshrauninu virð-
ist um staðbundna þykknun að ræða.
Hver sem orsökin kann að vera virð-
ist jarðvegsmyndun á þessum hraun-
um ekki hefjast fyrr en eftir að land
tók að byggjast því að gjóskulagið
Vlla, sem féll um Jrað bil sem land-
nám norrænna manna hófst á íslandi,
finnst ekki ofan á þessum hraunum.
Þegar hraun renna valda Jjau tíðum
raski á jarðvegi, einkum við jaðra
sína. Séra Jón Steingrímsson varð vitni
að slíkum aðförum Jregar Skaftár-
eldahraunið var að renna austur með
Síðufjöllunum og lýsir Jjví í Eldriti
sínu. Við jaðra Landbrotshrauns og
Álftavershrauns eru nokkur góð rof í
jarðveg sem hraunin gætu hafa ekið
til. Hægt er að jrekkja mörg gjósku-
laganna í Jressum hreyfða jarðvegi og
yngsta gjóskulagið, sem Jrekkt er með
vissu, er Vlla, landnámslagið, sem
áður er nefnt. Svo virðist sem Vlla
hafi verið síðasta eða næst síðasta
gjóskulagið sem féll á þennan jarðveg
áður en hann raskaðist.
Á 2. og 4. mynd eru sýnd 10 jarð-
vegssnið á Eldgjárhraununum eða við
jaðra Jjeirra. Gjóskulögin eru merkt
með bókstaf og ártali ef eldstöðin og
ártalið eru Jrekkt, annars með nafni
sem vísar til einhvers sérkennis á
gjóskulaginu, t. d. litar. Kötlulögin
eru svört og öll fremur lík en gjósku-
lög frá (iðrum eldstöðvum hafa gjarn-
an einhvern annan litblæ, gráan,
grænleitan eða bláan og sum eru hvít
eða gulleit, t. d. lag úr gosi í Öræfa-
jökli 1362, og fer Jrað eftir efnasam-
setningu gjóskunnar. Sum gjóskulög-
in eru tvílit. önnur sérkenni eru
kornastærð, kornagerð, kristallamagn
og Jjykkt gjóskulagsins. Þessi sérkenni
gera kleift að fylgja tilteknu gjósku-
lagi eða gjóskulögum snið úr sniði
með allmiklu öryggi. Þegar Jjörf kref-
ur er að auki stuðst við ljósbrotsmæl-
ingar og efnagreiningar. Jarðvegs-
þykkt milli gjóskulaga er og breyti-
leg, m. a. eftir Jjví hve langt er á milli
gosa. Gjóskulögin mynda Jjví eins kon-
ar syrpur í jarðveginum sem haldast
oft lítið breyttar á stóru svæði.
Snið með gjóskulögum eru sýnd á
4. mynd. Gjóskulögin eru yfirleitt
4