Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 24
ir og við jaðra Álftavershraunsins er sú að verulegar líkur séu á að hraun hafi runnið niður í Álftaver eftir að land byggðist. Ekkert er hægt að full- yrða um hvort þetta hraun rann alla leið til sjávar við Alviðruhamra þar eð ekkert snið fékkst þar neðra en telja má víst að það nái suður fyrir bæinn Hraungerði. Snið utan Álftavershrauns Erfitt hefur reynst að fá góð jarð- vegssnið utan Álftavershraunsins. Bestu sniðin í Álftaveri eru tekin í haughúsgrunni og nýgröfnum skurði á Þykkvabæjarklaustri. 1 botni haughúsgrunnsins á Þykkva- bæjarklaustri, sem var um 3 m djúp- ur, reyndist vera hraun. Erfitt er að ímynda sér að það geti verið sarna hraun og Álftavershraunið þótt 'jaðar jress síðarnefnda sé aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð. Samtals eru um 50 gjóskulög í veggjum gryfj- unnar ofan á hrauninu. Elsta Jrekkta gjóskulagið ofan á þessu hrauni er sérkennilegt ísúrt gjóskulag með nál- arlaga kornum, það er auðrakið um allt Miðsuðurland og finnst m. a. á Heklusvæðinu. Af afstöðu nálalags- ins til aldursákvarðaðra Heklulaga hefur aldur jjess verið áætlaður um 2500 ár. Hraunið í gryfjubotninum er töluvert eldra Jrar eð 40 cm jarð- vegur er milli Jress og nálalagsins, en ekki er varlegt að tiltaka nákvæm- ari aklur en 2500—3000 ár meðan að- cins eitt snið er fyrir hendi. Á land- námsöld var allt að 2 m Jrykkur jarð- vcgur ofan á Jressu hrauni. Úr haughúsgrunninum liggur djúp- ur frárennslisskurður því að yfirborð Þykkvaboejarklaustur 8. mynd. Jarðvegssnið við Þykkvabæjar- klaustur í Álftaveri. Sýnd er afstaða ræsis- ins forna til þekktra gjóskulaga, m. a. Landnámslags, Vlla. Ræsið virðist vera af svipuðum aldri og Álftavershraunið. — A soil profile at Þykkvabcejarklaustur, Alftaver. It also shows an old ditch dug shortly after the Norse settlement in Ice- land. Jressa eldra hrauns er undir núverandi grunnvatnsborði. í bökkum hans sjást leifar af gryfju eða ræsi og hefur það verið stungið í jarðveginn. Ræsið ligg- ur skásneitt á frárennslisskurðinn en 18

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.