Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 29
leyti (G. Gestsson, pers. uppl.). Að
minnsta kosti eitt stórt Kötlugos varð
á þessu tímabili, líklega urn 1500 (S.
Þórarinsson, 1968). Gjóskan barst til
vesturs og olli ekki tjóni á Mýrdals-
sandi, urn hlaupið er ekkert vitað.
Næstu hlaup þar á eftir, 1580 og 1625,
virðast liafa gert usla á austursand-
inurn (Ann. Isl. I, bls. 160, S. t. s. ísl.
IV, bls. 200-215).
Að lokum er hér lýsing á óþekktu
íslensku eldgosi eða eldgosum úr Bók
undranna, Liber miraculorum, skráð
á árunum 1178—80 í Clairvaux
klaustri í Frakklandi. Þýðingin er tek-
in úr Heklueldum (S. Þórarinsson,
1968, bls. 26). Orðalagið í lýsingunni
má túlka þannig að ekki sé átt við
gos í hinni „hræðilegu fjallsgjá“
(Heklu), sem lýst er næst á undan.
Svo virðist sem verið sé að lýsa bæði
hraungosi og Kötlugosi í einu. Hafa
má í huga við lesturinn að Katla gaus
a. m. k. einu gosi á tímabilinu 950—
1050. Einnig má hafa í huga að á
landnámsöld var skipafær fjörður
inn með Hjörleifshöfða, sbr. frásögn
af Hjörleifi og Eysteini Þorsteinssyni
(ísl. fornrit I, bls. 43, 332).
Goslýsingin í Liber miraculorum
hljóðar svo:
„Ekki skal þess ógetið, að þessi vítis-
eldur brýzt stundum, þó að sjaldan sé,
út yfir takmörk sín. Á vorurn tímum
hefur það sézt einhverju sinni, að
hann gaus upp svo ákaflega, að hann
eyðilagði mestan hluta landsins, allt
í kring. Hann brenndi ekki aðeins
borgir og allar byggingar, heldur
einnig grös og tré að rótum og jafn-
vel sjálfa moldina með beinum sín-
urn. Og þótt furðulegt sé frásagnar,
bráðnuðu fjöll úr grjóti og jafnvel
málmi algjörlega fyrir eldi þessum
eins og vax, runnu yfir landið og
þöktu það, svo að dalirnir umhverfis
fylltust af leðjunni og fjalllendi jafn-
aðist við jörðu. En bráðnu klettarnir,
sem runnu út yfir allan jarðveginn í
allar áttir, dreifðust síðan, þegar eld-
inum slotaði, og þá varð yfirborð
jarðar eins og úr marmara og eins og
steinlagt stræti, og jörðin, sem áður
var byggileg og frjósöm, varð að eyði-
mörk. Þegar þessi ofsagrimmi eldur
hafði eytt land þetta og allt, sem á
því var, meðt óseðjandi græðgi sinni,
jók hann við því enn skelfilegra
undri, að hann réðst einnig á hafið
við ströndina, og þegar hann kom út
á hafsdjúpið, tók hann að brenna og
eyða vatninu með fáheyrðum ofsa,
allt niður á hyldýpi. Auk þess bar
eldurinn með sér í flóði sínu gríðar-
stór fjöll og hæðir, sem aðrir gráðugir
eldslogar höfðu steypt um, svo að þar
sem vatnið varð að láta undan siga,
kom land í staðinn og fjöllin bárust
út í hafsauga. Og þegar þau höfðu
fyllt sjóinn algjörlega á löngu og
breiðu svæði og gert hafsdjúpið jafnt
sjávarströndu, varð sjórinn að þurru
landi, svo að þar sem áður var vatn,
varð nú fast land um 12 mílur og er
ef til vill enn. Enn fremur eyddist í
þessurn eldsbruna fræg borg og mann-
mörg, en þar var ágæt höfn við fjörð,
sem eyðilagðist þó, þegar sjórinn
þurrkaðist upp.“
Þakkir
Höfundur þakkar Sigurði Þórarins-
syni og Sveini Jakobssyni yfirlestur
handritsins og margar góðar ábend-
ingar. Sérstakar þakkir eru færðar
heimilisfólkinu í Ytri-Dalbæ, Herjólfs-
23