Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 30
stöðum og Þykkvabæjarklaustri fyrir
margvíslega fyrirgreiðslu og gestrisni
á liðnum áruin.
VIÐBÆTIR
Eins og áður getur kemst Jón Jóns-
son að annarri niðurstöðu um aldur
Landbrotshraunsins en höfundur þess-
arar greinar (J. Jónsson, 1979). Ástæð-
an fyrir þessum mikla mun er mis-
munandi túlkun á því hvernig þau
ummerki, sem nú sjást í árbakkanum
við Ytri-Dalbæ, eru til komin og
hvaða hraun það er sem kemur fram
undan jarðveginum þar.
Báðir greinarhöfundar eru nokkurn
veginn sammála um aldur jarðrasks-
ins í þessu sniði. Jón telur það vera
af völdum hlaups í Skaftá en ekki af
völdum hrauns enda er vandséð að
svo sé á þeim stað sem Jón tekur snið-
ið. Séu fleiri staðir í árbakkanum
skoðaðir kemur í Ijós að hraun stend-
ur víða fram úr raskaða jarðveginum
og að þar sem saman liggja jarðvegur
og hraun er jarðvegurinn stundum
rauðseyddur. I>að getur vart þýtt ann-
að en að hraunið var heitt Jregar
fundum þeirra bar saman. Skiptir í
því sambandi ekki máli hvort hlaup
í Skaftá bar jarðveginn á hraunið eða
hraunið braut hann upp og tróðst
undir liann; raskið og hraunið hljóta
að vera jafn gömul fyrirbæri. Sam-
kvæmt gjóskulagarannsóknum gerðist
þetta skömmu eftir að land var num-
ið. Sú niðurstaða er í fullu samræmi
við J>að að jarðvegur eldri en land-
nám hefur aldrei fundist inni á Land-
brotshrauninu (sbr. bls. 7—10 í Jrcssari
grein, snið 5 í S. Þórarinsson 1958 og
persónulegar upplýsingar 1979; einnig
snið á 10. mynd, Mjóaleira, í J. Jóns-
son, 1979).
Ef litið er á sniðið við Ytri-Dalbæ,
sem Jón lýsir, eitt sér virðist neðsti
lduti jarðvegsins þar vera óhreyfður
á kafla. Undir Jjessum jarðvegi er
hraun sem er ójjekkjanlegt frá Land-
brotshrauninu í smásjá og telur Jón
að um sama hraun sé að ræða. Hann
gerir ráð fyrir að jarðvegurinn sé all-
ur orðinn til eftir að hraunið rann.
Samkvæmt C14 aldursákvörðun á
gróðurleifum úr þessum jarðvegi ætti
hraunið þá að vera um 5200 ára gam-
alt (J. Jónsson, 1979).
Sá sem Jtetta ritar telur, með hlið-
sjón af öðrum stöðum í árbakkanum,
að líta verði á a. m. k. tvo aðra mögu-
leika í Jtessu sambandi. Annar er sá
að hraunið neðst í sniði Jóns við Ytri-
Dalbæ sé raunverulega 5200 ára gam-
alt og Jtar sé um annað og eldra hraun
en Landbrotshraunið að ræða. Hinn
er sá að tota úr Landbrotshrauninu
hafi þarna troðið sér inn í eldri jarð-
veg, eins og víðar við hraunjaðarinn
á Jressu svæði. Ekki er liægt að full-
yrða að seigi mýrarjarðvegurinn ofan
á hrauninu sé með öllu óhreyfður
þótt hann hafi ekki brotnað upp í
stykki á Jiessum kafla. Hann er ekki
rauðseyddur næst hrauninu en gæti
hafa bakast, sbr. harða mólagið sem
Jón nefnir í lýsingu sinni á sniðinu.
Ef til vill mætti skera úr um Jiessi
atriði með Jrví að kanna yfirborð
hraunsins Jtar sem Jrað kemur fram
undan jarðveginum neðst í sniðinu
en í Jtví er einhvers konar bólstra-
myndun á kafla. Sú athugun gæti gef-
ið vísbendingu um við hvaða aðstæð-
ur hraunið kólnaði á Jressum stað.
24