Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 33
Erling Ólafsson: Um geitunga (Hymenoptera, Vespidae) og skyldar gadd- vespur á Islandi Inngangur Geitungar eru ílestum kunnir, eink- um vegna árásarhneigðar sinnar og gaddsins, sem þeir beita óspart sér til varnar. Erlendis eru fjölmargar teg- undir geitunga, en fram að þessu hef- ur engin þeirra náð að nema land á íslandi. Væntanlega er það einangr- un landsins að þakka frernur en veð- urfari, þar senr nokkrar tegundir geit- unga eru harðgerar og þrífast ágæt- lega á norðlægum slóðum. Geitungar hafa slæðst til íslands öðru hverju, sennilega fyrst og fremst nreð skipunt. AIls hafa þrjár tegundir geitunga fundist lrér á landi og lík- indi eru til jress, að tvær þeirra hafi komið upp búi á síðustu árum. Það var þó ekki fyrr en síðastliðið sumar (1978), að geitungsbú fannst með vissu, og er það tilefni þessarar grein- ar. Ýmis almennur fróðleikur um geitunga og skyldar gaddvespur Geitungar eru skordýr af ættbálki æðvængja (Hymenoptera). Æðvængj- ur er ntjög fjölbreytilegur ættbálkur. Honum er skipt í tvo undirættbálka (Riek 1973), annars vegar Symphyta (sagvespur) og hins vegar Apocrita (sníkjuvespur og gaddvespur). Þessa tvo undirættbálka má auðveldlega Jrekkja á jrví, að á Synrphyta er nrittið (skilin á nrilli frambols og afturbols) breitt, en á Apocrita, sem geitung- arnir teljast til, er jrað venjulega ör- nrjótt. Apocrita er svo áfram skipt í allmargar yfirættir, en átta þeirra eiga fulltrúa á íslandi. Finrnr jreirra til- lreyra sníkjuvespunr, en meginjrorri íslenskra æðvængja flokkast í Jrann hóp. Hinar jrrjár yfirættirnar eru gaddvespur, en geitungaættin (Vespi- dae) tillreyrir einni jreirra. Tvær aðrar ættir gaddvespa eiga fulltrúa lrér á Iandi, en Jrær eru býflugnaættin (Api- dae) og mauraættin (Formicidae). Þessar jrrjár ættir tilheyra hver sinni yfirættinni (Vespoidea, Apoidea og Formicoidea). Það, sem hér fer á eftir um lífshætti gaddvespanna, er að mestu unnið upp úr Chinery 1973. Kvendýr sníkjuvespanna hafa varp- pípu (ovipositor) á afturendanum. Náttúrufræðingurinn, 49 (1), 1979 27

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.