Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 35
2. mynd. Fyrsta framleiðsla á bývaxi (Apis mellifera L.), sem kunnugt er um frá íslandi, Reykjavík sumarið 1951. Flæð hlutans lengst til vinstri er 7 cm. — The first known wax production by honey bees (Apis mellifera L.), introduced to lceland (Reykjavík) in 1951. Height of the part far left 7 crn. uiri'. Það er litur háranna, sent prýðir dýrin, en sjálf kítínskelin er einlit svört. Á frambol efu tvær gular þver- rendur, frenist og aftast, en svört rönd á milli þeirra. Fremst á afturbol er gul rönd, þá kemur breitt svart belti og síðan nær hvíthærður afturendinn. Höfuðið er alsvart, nema á karldýr- unum, sem liafa gulhært enni og and- lit. Eins og sjá má af lýsingunni, er hunangsflugan mjög skrautleg, og vegna randanna hefur luin einnig gengið undir heitinu randafluga, sem þó er rangnefni. Hunangsflugan tillieyrir býflugna- ættinni (Apidae), eins og hinar víð- frægu býflugur. Af býflugum eru þekktar margar tegundir, en ein þeirra, alibýflugan (Apis rnellifera L.), er ræktuð víða um lieim vegna hunangsins, sem hún dregur í bú sitt. Ekta býhunang er mjög verðmæt vara. Á íjórða áratugnum kom fram nokk- ur áhugi á að gera tilraunir með rækt- un býflugna hér á landi (Steingrímur Matthíasson, 1934). Ekki er mér þó kunnugt um, að tilraunir með slíka ræktun hafi verið gerðar fyrr en árið 1951, er Melitta von Urbantschitsch lét til skarar skríða. Á Náttúrufræði- stofnun Islands er varðveitt býflugna- bú á frumstigi, sent hún færði stofn- 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.