Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 37
framvængirnir brotnir saman efdr endilöngu (4. mynd), en svo er ekki hjá býflugnaættinni. Augun eru ein- kennandi nýrnalaga, með djúpu viki næst enninu. Slík vik eru ekki í augu býflugna, en þau eru aflöng og mjó. Það er sameiginlegt þeim gaddvesp- um, sem um liefur verið fjallað, að þær mynda sambýli margra einstakl- inga með afmarkaðri verkaskiptingu. Þær byggja sér bú, en gerð þeirra er mismunandi eftir tegundum. Sá er reginmunur á búum geitunga og bý- flugna, að býflugur (og lrunangsflug- ur) gera sér bú úr vaxi, sem framleitt er í sérstökum vaxkirtlum á aftur- bolnum. Geitungar byggja sér hins vegar bú úr pappír, en þeir hafa enga vaxkirtla. Það má því segja, að geit- ungarnir hafi fundið upp pappírinn löngu á undan Kínverjum. Þeir hafa mjög sterka kjálka, sem þeir naga með trjástofna og annan við. Viður- inn er síðan blandaður munnvatni og maukið notað sem byggingarefni. Búin eru fjölbreytileg að gerð, en í megindráttum eru þau uppbyggð af sexstrendum klakhólfum með þunn- um milliveggjum. Niðurröðun hólf- anna er mismunandi, en algengt er, að þeim sé raðað í flatar plötur. Hvert bú er síðan byggt upp af nokkrum slíkum samsíða plötum, sem ýmist eru láréttar eða lóðréttar (fer eftir teg- undum), með nokkru bili á milli til að auðvelda umferð um búið (5. mynd). Bú hunangsflugna eru þó ekki eins listilega gerð. Hjá þeim eru klakhólfin miklu færri og niðurröð- un þeirra óreglulegri. Búskapnum hjá gaddvespunum er þannig háttað í megindráttum, að kvendýr (drottningar), sem legið hafa 4. mynd. Geitungurinn Vespula vulgaris L., karldýr (lengd 1,4 cm), safnað í geit- ungabúi í Reykjavík 16. 10. 1978. — The common wasp (Vespula vulgaris L.), a drone, collected on 16. 10. 1978 from a wasp nesl in Reykjavik. frjóvgaðar í dvala yfir veturinn, leita sér að lientugum bústæðum, þegar þau vakna af dvalanum á vorin. Á þeim árstíma vekja hunangsflugu- drottningarnar nokkra athygli hér á landi. Þær eru mjög stórar, jafnvel ógnvekjandi sumum, og flækjast gjarnan inn í lrús í leit sinni að hent- ugum stað fyrir bú. Mest ber á þeim í maí og fyrri hluta júní. Það er al- gengur misskilningur, að hér sé um útlensk flækingsskordýr að ræða. Stað- setning búsins er, eins og búgerðin, mismunandi eftir tegundum. Venju- lega verður jarðhola fyrir valinu. Hunangsflugur velja sér mjög gjarnan holu undir stórum steini, í skurðbakka 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.