Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 41
V í skólanum 28. september (safnandi Ágúst H. Bjarnason), og í Mennta- skólanum við Sund er geymd ein drottning, sem fannst á sama stað þetta sama haust (safnandi Á. H. B.). Síðan hefur tegundin fundist á nær hverju ári, en aðeins er um stök ein- tök að ræða, og virðist því ekki hafa orðið meira úr landnámi tegundar- innar hér á landi að sinni. Auk fyrr- nefnds eintaks frá Menntaskólanum við Tjörnina eru eftirfarandi eintök varðveitt á Náttúrufræðistofnun Is- lands: Þerná, fundin lifandi í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, Reykjavík, 10. 9. 1974 (safnandi Ingólfur Guðnason). Drottning, fundin lifandi í ÁTVR að Stuðlahálsi 2, Reykjavík, 8. 3. 1976 (safnandi Ulfar Björnsson), hefur lík- lega komið til landsins með vínkassa. Drottning, fundin lifandi í Kaffi- brennslu Kaaber, Reykjavík, 4. 7. 1977 (safnandi ókunnur). Þerna, fund- in lifandi innanhúss að Hellisgötu 33, Hafnarfirði, 24. 9. 1978 (safnandi Steingrímur Atlason). Tegund þessi er mjög algeng og út- breidd um alla Evrópu norður til 65° N. Auk þess er hana að finna á Kan- aríeyjum og á Madeira, í N.-Afríku, Lillu-Asíu og áfram austur eftir Asíu. Þá hefur hún flust inn til Nýja-Sjá- lands og Tasmaníu á síðustu áratug- um (Kemper & Döhring 1967; Gui- glia 1972; Spradbery 1973). Á Nýja-Sjálandi og Tasmaníu lifir tegundin við afburðagóð skilyrði. Þar kemur fyrir, að heilu sambýlin lifi yfir veturinn, þ. e. bæði drottningar og þernur, auk þess egg og lirfur. Slík bú geta orðið geysistór og hýst marg- ar verpandi drottningar. Hjá öðrum tegundum er aðeins vitað um eítt sams konar tilfelli, þar sem heilt bú hefur lifað yfir vetur, en þar var um að ræða tegundina Vespula vulgaris L. í Kaliforníu (Spradbery 1973). Búin eru fyrst og fremst í jarðhol- um, en rannsókn á tegundinni á Bret- landseyjum leiddi í ljós, að um 94% athugaðra búa fannst á slíkum stöð- umum (Spradbery 1973). Fyrir kemur að þau séu staðsett í holum trjám eða hangandi á trjástofnum eða greinum (Aurivillius 1918; Spradbery 1973). Búin eru oftast um 25 cm í þvermál og hnattlaga, ef umhverfið þrengir ekki að. Annars rnótast þau eftir rými. Þau eru gerð úr nokkrum láréttum klakhólfaplötum, eins og áður var lýst, og eru umlukin pappírsskurn. Opin á klakhólfunum snúa niður. Þykkt skur'narinnar er breytileg (fer eftir bú- stæðinu), en hún er gerð úr skeljalaga, flötum flögurn. Pappírinn í búum þessarar tegundar er mjög sveigjan- legur, og eru þau því ekki ýkja brot- hætt. Þau eru steingrá á lit (Sprad- bery 1973). Fjöldi einstaklinga í búi (þ. e. heildarframleiðsla sumarsins) fer eftir skilyrðum, en í nágrannalöndum okk- ar getur hann orðið allt að 25000, og hvert bú getur framleitt allt að 1100 drottningar. Á Bretlandseyjum fer fjöldi einstaklinga í búunum fækk- andi, eftir því sem norðar dregur (Spradbery 1973). Vespula vulgaris L. Tegundin fannst hér fyrst 3. 11. 1970, en þá fannst ein drotlning dauð í glugga í Bókaverslun Snæbjarnar, Reykjavík (safnandi ókunnur). Ein- takið er varðveitt á Náttúrufræði- 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.