Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 43
(16. október) fór ég ásamt Skarphéðni Þórissyni, líffræðingi, og gróf upp bú- ið, sem reyndist staðsett um 25 cm inni í veggnum. Það var um 20—25 cm langt, 13—14 cm breitt og 10 cm hátt (7. mynd). f búinu fundust alls 250 geitungar (31 karldýr, 210 þernur og 9 drottningar) auk fjölda lirfa og púpa. Ein af drottningunum var greinilega eldri en hinar, þar sem vængir hennar voru rnjög slitnir. Auk þess var afturbolur hennar miklu þrútnari en á hinum. Hún liefur vænt- anlega verið stofnandi búsins. Mér var tjáð, að sumarið áður (1977) liafi einnig verið mikið um geitunga í jressum sama garði, og hafi þá vænt- anlega verið bú í horni við tröppur hússins. Því virðist sem þessi tegund hafi lifað af vetur hér á landi. Alls fundust 11 drottningar í og við búið, en sennilega hafa fleiri verið flognar l)urt og bíða nú hugsanlega næsta sumars. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því, hvort áframhald verður á búsetu tegundarinnar hér á landi. Þá hef ég heyrt því fleygt, að geitunga liafi orðið vart víðar í Laug- arneshverfinu á undanförnum árum, en frekari staðfestingu á því hef ég ekki fengið. Mér þykir ekki ólíklegt, að tegundin geti þrifist hér á landi, þar sem hún er útbreidd norður um alla Skandinavíu. Það sást þó greini- lega af búinu, sem athugað var síðast- Iiðið haust, að skilyrðin hér eru ekki sem best, þar sem enn var mikið af lirfum í uppvexti í klakhólfunum, þótt mjög væri áliðið sumars. Sumar- ið virðist þó vera nægilega langt til að nokkrar drottningar komist á legg. Tegundin er útbreidd og algeng urn alla Evrópu, frá Miðjarðarhafi til nyrstu héraða Skandinavíu, en sunn- an Miðjarðarhafs er hún ekki. Hún er einnig útbreidd austur eftir Asíu og í N.-Ameríku suður til fylkjanna N.-Karólínu, Nýju-Mexíkó, Arizóna og Kaliforníu. Þá hefur hún einnig verið flutt inn til Nýja-Sjálands (Kemper & Döhring 1967; Guiglia 1972). Algengast er, að búin séu staðsett í jarðholum, en þessi tegund er þó ekki eins bundin við slika staði og V. germanica. Samkvæmt Spradbery (1973) voru 77% athugaðra búa í jarðholum, efi sú könnun fór fram á Bretlandseyjum, sem fyrr greinir. Önnur bú voru t. d. staðsett í holum húsveggjum eða á háaloftum, í tóm- um býflugnakössum eða hangandi á trjágreinum og trjástofnum og á ýms- um fleiri stöðum. Að gerð og lögun eru búin að mörgu leyti svipuð og hjá undanfar- andi tegund. Búin hjá V. vulgaris eru þó gulleit eða brún á lit (ekki stein- grá) og miklu stökkari, en þau hrökkva auðveldlega í sundur, ef á þeim er tekið. Skurnin utan um búið er svipað uppbyggð og hjá V. ger- manica, þ. e. gerð úr skeljalaga papp- írsflögum, sem skarast, en flögurnar eru miklu lausari hjá V. vulgaris og með loftrúmi á milli þeirra (Sprad- bery 1973). Fjöldi einstaklinga í búi er svipað- ur og hjá undanfarandi tegund. Auðvelt er að aðgreina karldýr (4. mynd) frá drottningum (3. mynd) og Jjernum, en fálmarar Jjeirra eru tölu- vert lengri; liðir fálmaranna eru lengri og auk Jjess einum fleiri eða 13 að tölu. Þá hafa karldýrin engan gadd. Drottningar og Jjernur eru hins vegar 37

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.