Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 43
(16. október) fór ég ásamt Skarphéðni Þórissyni, líffræðingi, og gróf upp bú- ið, sem reyndist staðsett um 25 cm inni í veggnum. Það var um 20—25 cm langt, 13—14 cm breitt og 10 cm hátt (7. mynd). f búinu fundust alls 250 geitungar (31 karldýr, 210 þernur og 9 drottningar) auk fjölda lirfa og púpa. Ein af drottningunum var greinilega eldri en hinar, þar sem vængir hennar voru rnjög slitnir. Auk þess var afturbolur hennar miklu þrútnari en á hinum. Hún liefur vænt- anlega verið stofnandi búsins. Mér var tjáð, að sumarið áður (1977) liafi einnig verið mikið um geitunga í jressum sama garði, og hafi þá vænt- anlega verið bú í horni við tröppur hússins. Því virðist sem þessi tegund hafi lifað af vetur hér á landi. Alls fundust 11 drottningar í og við búið, en sennilega hafa fleiri verið flognar l)urt og bíða nú hugsanlega næsta sumars. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því, hvort áframhald verður á búsetu tegundarinnar hér á landi. Þá hef ég heyrt því fleygt, að geitunga liafi orðið vart víðar í Laug- arneshverfinu á undanförnum árum, en frekari staðfestingu á því hef ég ekki fengið. Mér þykir ekki ólíklegt, að tegundin geti þrifist hér á landi, þar sem hún er útbreidd norður um alla Skandinavíu. Það sást þó greini- lega af búinu, sem athugað var síðast- Iiðið haust, að skilyrðin hér eru ekki sem best, þar sem enn var mikið af lirfum í uppvexti í klakhólfunum, þótt mjög væri áliðið sumars. Sumar- ið virðist þó vera nægilega langt til að nokkrar drottningar komist á legg. Tegundin er útbreidd og algeng urn alla Evrópu, frá Miðjarðarhafi til nyrstu héraða Skandinavíu, en sunn- an Miðjarðarhafs er hún ekki. Hún er einnig útbreidd austur eftir Asíu og í N.-Ameríku suður til fylkjanna N.-Karólínu, Nýju-Mexíkó, Arizóna og Kaliforníu. Þá hefur hún einnig verið flutt inn til Nýja-Sjálands (Kemper & Döhring 1967; Guiglia 1972). Algengast er, að búin séu staðsett í jarðholum, en þessi tegund er þó ekki eins bundin við slika staði og V. germanica. Samkvæmt Spradbery (1973) voru 77% athugaðra búa í jarðholum, efi sú könnun fór fram á Bretlandseyjum, sem fyrr greinir. Önnur bú voru t. d. staðsett í holum húsveggjum eða á háaloftum, í tóm- um býflugnakössum eða hangandi á trjágreinum og trjástofnum og á ýms- um fleiri stöðum. Að gerð og lögun eru búin að mörgu leyti svipuð og hjá undanfar- andi tegund. Búin hjá V. vulgaris eru þó gulleit eða brún á lit (ekki stein- grá) og miklu stökkari, en þau hrökkva auðveldlega í sundur, ef á þeim er tekið. Skurnin utan um búið er svipað uppbyggð og hjá V. ger- manica, þ. e. gerð úr skeljalaga papp- írsflögum, sem skarast, en flögurnar eru miklu lausari hjá V. vulgaris og með loftrúmi á milli þeirra (Sprad- bery 1973). Fjöldi einstaklinga í búi er svipað- ur og hjá undanfarandi tegund. Auðvelt er að aðgreina karldýr (4. mynd) frá drottningum (3. mynd) og Jjernum, en fálmarar Jjeirra eru tölu- vert lengri; liðir fálmaranna eru lengri og auk Jjess einum fleiri eða 13 að tölu. Þá hafa karldýrin engan gadd. Drottningar og Jjernur eru hins vegar 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.