Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 44
mjög líkar, ef frá er talinn stærðar- munurinn, en drottningarnar eru töluvert stærri. Vespula vulgaris og V. germanica eru nauðalíkar tegundir, en þó má í flestum tilfellum greina þær í sundur á litmynstri á höfði (8. mynd). Á gulu andlitinu neðan við fálmarana hefur V. germanica venjulega þrjá svarta clíla, en V. vulgaris hefur aftur á móti stóran svartan flekk, sem oftast renn- ur saman við svarta litinn fyrir ofan. Guli flekkurinn í augnvikunum er stærri á V. germanica, en hann teng- ist næstum gula ennisflekknum. Á V. vulgaris nær guli liturinn ekki út fyr- ir augnvikin. Niðurlag hað eru eflaust skiptar skoðanir á því, hvernig taka beri á móti nýjum landnemum sem þessum, en ég hygg, að flestir vilji vita af þeim í hæfilegri fjarlægð. Eins og fyrr getur, eru geit- ungar nokkuð árásargjarnir, einkum er líða tekur á sumar, og geta þá stungið illþyrmilega. Stungurnar eru sárar og valda ýmsurn óþægindum, bólgum og kláða. Ef geitungar eru ónáðaðir í búi sínu, geta þeir brugð- ist ókvæða við og heill herskari þeirra lagt til atlögu við þann, sem ónæðinu olli. Það kemur fyrir, að menn hafi ofnæmi fyrir eitri geitunganna, og þá geta stungur þeirra reynst lífshættu- legar. Sérstaklega er börnum hætt. Þar sem ég þekki til á Norðurlönd- um eru ungabörn yfirleitt ekki látin sofa úti í vögnum á sumrin, nema sér- stakar ráðstafanir séu gerðar til að geitungar nái ekki til þeirra. Stung- ur inni í munnholi eða koki geta valdið köfnun, þar sem bólgurnar geta lokað öndunarveginum. Sem betur fer, er það þó mjög sjaldgæft, að stungurnar hafi eins alvarlegar af- leiðingar og lýst er hér að framan. Geitungar eru fyrst og fremst rán- dýr og lifa á öðrum skordýrum. Þeir eru einnig miklir sælkerar og geta því gerst áleitnir, þegar fólk situr að snæð- ingi úti undir beru lofti. Einkum sækja þeir í sultur og önnur sætindi, einnig ávexti, og bjór þykir mikið 8. inynd. Höfuð tveggja geitungstegunda séð framan frá (aðeins annar fálmarinn er sýndur), A Vespula germanica F., B V. vulgaris L. Á myndinni er sýnt, hvernig að- greina má tegundirnar. B A 38

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.