Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 47
Mikael Jeppson Tveir belgsveppir fundnir á Islandi (íslenskir belgsveppir IV) Sumarið 1977 gafst mér tækifæri til að athuga nokkra belgsveppi í sveppa- safni Náttúrugripasafnsins á Akur- eyri. Við þá athugun komu í leitirnar tvær tegundir, sem ekki hefur verið getið frá íslandi áður, þ. e. Bovista cretacea Th. C. E. Fr. af físisveppa- ætt (Lycoperdaceae) og Niclularia farcta (Pers.) Fr. af hreiðursveppaætt (Nidulariaceae). Nánari lýsing á þessum tegundum og fundarstöðum þeirra fer hér á eftir. Greinin er hugsuð sem framhald á greinaröð Helga Hallgrímssonar um íslenska belgsveppi, sem birst hefur í Náttúrufræðingnum 1963 og 1972. Nánari upplýsingar um gerð belg- sveppa og flokkun er að finna í þess- um greinum. Bovista cretacea Tli. C. E. Fr. (Mýreldur eða mýrakúla) Aldinið er kúlulaga, 1,5—2,0 cm í þvermál, oft dálítið flatt að ofan. Ógróbær hálshluti (undirgyrja) eng- inn eða mjög lítill. Útbyrðan snjó- hvít í fyrstu, með smávörtum eða kornum, sem síðan hverfa, en sitja þó sums staðar eftir sem smá, gulhvít, kringlótt korn eða stakir örsmáir broddar. Innbyrðan pappírskennd, verður mött, Ijósbrún eða bronsbrún við þroskann. Aldinið opnast með toppstæðu gati, sem hefur meira eða nrinna reglulega munnflipa. Gyrjan (gleba) er hvít í fyrstu og ostkennd, en verður gulbrún og duftkennd við þroskann (aldrei purpurabrún eins og hjá B. nigrescens). Gróin eru kúlu- laga, 4,5—5,1 pm í þvermál (í lacto- fenóli), með örsmáum vörtum og glær- um hala sem er allt að 13 pm á lengd (1. mynd, a). Kapilluþræðirnir gul- brúnir, af Bovista-gerð, þ. e. a. s. þykk- veggjaðir með greinilegum aðalstofni (allt að 10 pm í þvermál) og fram- mjóum greinum sem enda í oddi. Þverveggir koma fyrir í kapilluþráð- unum (1. mynd, b). Vex í ýmiss konar raklendi, oftast i þyrpingum. Bovista cretacea minnir nokkuð á Bovista nigrescens (kerlingareld), sem er algeng á íslandi (Helgi Hallgríms- son 1963), en er verulega minni og innbyrðan og fullþroska gyrja eru með öðrum lit. Gróin eru líka með Náttúrufræðingurinn, 49 (1), 1979 41

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.