Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 48
mun fínni broddum og halalengri, kapilluþræðirnir grennri og Ijósari. Vaxtarstaðir og vaxtarmáti eru líka allt aðrir. Bovisla plumbea og B. to- mentosa eru svipaðar að stærð. Sú fyrrnefnda hefur gráa innbyrðu og báðar hafa brúna eða dökkbrúna gyrju, og vaxa í þurrlendi. Bovista cretacea er talin vera ná- skyld Bovista (Bovistella) paludosa Lév., sem hefur mjög svipuð smásæ einkenni og líka byrðu, en hefur nær alltaf vel þroskaðan „háls“ (fót) með ógróbærum svampvef (sbr. Lycoper- don). Það er fágæt tegund, sem hitt- ist aðeins í mjög frjóum lágmýrum, en hefur ekki fundist á íslandi. Bovistella humidicola Bowerm. sem frumlýst var frá Kanada (Bowerman & Groves 1962), virðist einnig vera nauðalík Bovista cretacea, en Kreisel (1967) telur hana samnefnda við Bo- vista paludosa. Bovista cretacea var upphaflega lýst (1914) frá Torne Lappmark í Norður-Svíþjóð, af Thore C. E. Fries, sem fann hana einnig í Tromsfylki í Noregi (Fries 1920). Síðan féll hún í gleymsku og var talin til annarra teg- unda (Arwidsson 1936), þar til Finn- Egil Eckblad endurreisti hana 1955. Hún hefur síðan fundist aftur á nokkrum stöðum í Torne Lappmark og í Finnmörk í Noregi (Eckblad 1971). Þetta virðist því vera greinileg heimskautstegund, sem nú er í fyrsta sinni getið utan Skandinavíu. Teg- undin vex þar jafnan í raklendi með mosa, og hefur fundist í allt að 800 m hæð yfir sjó. Helgi Hallgrímsson fann Bovista cretacea fyrst á íslandi árið 1961, og síðan hefur hann safnað henni á nokkrum stöðum á Norðurlandi og Austurlandi. Hún vex þar einnig í raklendi, oft í mýraþúfum með mosa eða í hálfdeigjum í grennd við dý. Þar hefur hún aðeins fundist á lág- 1. mynd. Bovista crelacea Th. C. E. Fr.: a gró, b kapilluþræðir. — Bovista cretacea Th. C. E. Fr.: a spores, b kapillitium. 42

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.