Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 54
cm 0- SKYRINGAR - LEGEND Katla 1485 Svínahraun Landndmslagið Hekla -3 Leita hraun o o o o o o Moldarjarðvegur Loessial soil Svört aska Black tephra MÓkenndur jarðvegur Peat Svínahraun - Lava Ljós aska Acidic tephro 2. mynd. Jarðvegssnið við Svínahraun. Lengst til vinstri er ljósmynd af hluta jarð- vegssniðsins og sést þar svarta öskulagið úr Kötlu 1485. Ljósa lagið neðar í jarðveg- inum er landnámslagið. Teikningin sýnir allt jarðvegssniðið. — Soil profile from the Svinahraun, showing black tephra from Katla 1485 and the light tephra from about 900 AD. festu, svo liefur verið þegar Eldborg gaus og er raunar enn í dag. Öskulög- in eru þarna tiltölulega lítið hreyfð, nokkuð jafnþykk og sýnast lítið hafa fokið til. (2. mynd). Undantekning er þó 11 cm þykkt öskulag ofarlega í sniðinu en það er án efa sama svarta öskulagið, sem er svo mjög áberandi víðs vegar á Reykjanesskaga og kring- um Reykjavík. Þetta öskulag er talið vera frá Kötlu 1485 (Sigurður Þórar- insson 1967). Sniðið er tekið undir hraunbrún og hefur því askan vafa- laust fokið nokkuð saman þar. Neðst í laginu er um 3—4 cm þykkt, svart lag, heillegt en ofan við það er askan lítið eitt Ijósari á að líta og veldur því sennilega það að þar liefur hún blandast áfoki. Askan er úr brúnleitu gleri, sem er tiltölulega þétt, ekki mik- ið blöðrótt. Einstaka brot af plagio- klaskristöllum koma fyrir í öskunni og eins brot af nornaþráðum. Gler- kornin eru áberandi stærri neðst í laginu en efst. Ljósbrot í glerinu reyndist 1.574. Rétt 4 cm neðar er 1,5—2 mm þykkt öskulag. Það er mun grófara en Kötlu-lagið og glerið nokk- uð ljósara, þétt, nær blöðrulaust og talsvert um plagioklasdíla í því og auk þess pyroxen. Ljósbrot glersins reyndist 1.565. Neðan við þykka ösku- lagið er jarðvegurinn mókenndur allt niður úr. Um 10 cm neðan við þunna svarta öskulagið er 2—5 cm þykkt ljóst öskulag. Við athugun, í smásjá kemur í Ijós að það er myndað úr glæru (litlausu) og einnig nokkru af brúnleitu gleri. Minnstu kornin eru úr þéttu gleri en þau stærri sem geta 48

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.