Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 60
 2. mynd. Syðri-Kerlingarhóll, vesturhlið. Skyggir í op gígketilsins. Ljósm. S. Elíasson. — Sydri-Kerlingarhóll, a lava cone. vesturs er hraunið aðeins nokkur iiundruð metra iöng hraunbrekka sunnan til. Skammt frá suðurenda hraunsins er gígketill í hraunbungunni, 5—6 m í þvermál, með slútandi veggjum, og hefur nokkurt hraun runnið frá hon- um, einkum neðanjarðar. Röskum 300 m norðar eru tveir aðrir gígkatl- ar, nokkru stærri. Hefur talsvert hraun runnið frá þeim báðum eftir neðanjarðarrásum og lokuðum veitu- stokkum. Mestur hluti hraunsins hef- ur hlaðist upp í breiða bungu út frá gígunum, rúmlega 1 km breiða N—S, en heldur minna A—V, og rís hæst ca. 25 m yfir móana vestan við. Skammt norðan gíganna er lægð, þar sem mætast hraunflóð frá þessari bungu og næstu liæð, sem er Syðri- Kerlingarhóll. Hann er bungumynd- uð keila (2. mynd), rís 30—35 m yfir umhverfi sitt vestan við og hefur í kolli 6—7 m víðan gígketil, til hálfs hulinn af hvelfdu hraunþaki (3. mynd). Þykkir hrauntaumar liggja niður frá gígopinu, en við botn eru veggir ketilsins „hlaðnir“ upp úr por- óttum hraunhellum, 10—15 cm þykk- um. Hraunrennslið hefur þó aðallega verið neðanjarðar, enda liggja 3—4 undirgangar úr katlinum í ýmsar átt- ir, misvíðir og mishátt í gígveggjun- um, 1 X 1 til 1 X 2 m á vídd. Hraun- tunga breiðist stutt til vesturs í all- brattri brekku, rúmlega 1 km til aust- 54

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.