Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 63
hryggnum getur að líta a. m. k. 4—6 dreifða gígkatla í röð, með undir- göngum í ýmsar áttir, sams konar og lýst hefur verið í Kerlingarhólum, auk nokkurra smárra kleprahrauka. Hraun er að vísu nrjög lítið og hefur runnið stutt, en rennslishættir ná- kvæmlega þeir sömu og í Kerlingar- hólum. Hefur hraunið alls staðar hlaðist upp sem hlöss yfir aðalgosrás- irnar, með smátungum í ýmsar áttir. Hvergi vottar fyrir gjalli né öðrum þeim einkennum, sem bent gætu til gervigíga. Auk jjess er hryggurinn í beinu, skástígu (en echelon) framhaldi Kerlingarhólasprungunnar, en hraun- straumur frá J:>eim hólurn er j^etta hraun ekki. Verður að líta á þessa bungóttu hólakeðju sem raunveruleg- an gosstað. Kemur gossprungan út undan nyrsta hraunhólnum, sem er ósprunginn með öllu, ca. 0,5 km sunn- an túns á Hóli. Er jaað um 40—50 cm víð bergsprunga og hverfur stuttu norðar. Ekki skal fullyrt, livort þarna hefur gosið á sama tíma og í Kerlingarhól- um, þótt líklegt sé jtað (sjá 4. snið, 7. mynd). Stakur gjallgigur Einn gígur er utanveltu í þessum gosstöðvum, en Jtað er gjallgígur 500— 400 m vestan við koll syðstu hraun- hæðarinnar, og mætti fljótt á litið ætla, að hann væri allmiklu eldri (sjá kort, 6. mynd). Hann virðist gíglaus, en við nánari aðgæslu sést, að J)etta er íbjúgur, 60—70 m langur partur úr lágum, Jiykkum gjallbarmi, opinn ANA, utan um víðan, hálffylltan gíg, sporöskjulaga. Gjallið er glerkennt og nokkur hraunflykki á yfirborði, ásamt ávöluðum framandsteinum, sem lang- sennilegast eru úr fornri grjótdreif ofan á Stóravítishrauni (sjá S. Elías- son, 1977). Þessi gjallmelur hefur hlaðist upp í sprengingum. Hraunið frá Kerling- arhólum umfaðmar hann í hálfhring í allbrattri brún, eins og eitthvað hafi staðið í vegi fyrir Jrví, en Jjó er djúp lægð á milli hraunsins og gígfyllunn- ar, og má láta sér detta í hug niður- hruninn gjallbarm. Gjallið er sama efnis að sjá sem í hraunhæðunum og þarna hefur gosið, án hraunrennslis. Er hugsanlegt að hraunkvika hafi komist í náið samband við grunnt jarðvatn, enda er gjallið glerkennt og gígurinn yrði býsna víður, ef hann væri „endurbyggður". Ekki er víst, hvernig stendur á þess- ari utangátta gjallkeilu, en tvennt er hugsanlegt: Að hún sé sníkjugígur frá gosrás Kerlingarhóla, ellegar til orðin í sérstöku gosi. Ummerki á mótum hraunjaðars og gjallgígs benda þó fremur til að dagamunur en ára sé á aldri þeirra (sjá 3. snið, 7. mynd). Hraunið Hraunið er til orðið í Jjunnfljót- andi flæðigosi. Gjalllög eða klepra er engin að finna, nema gjallgíginn staka. Hraunið hefur ollið frá kraum- andi gígtjörnum og hraunbungurnar hlaðist upp úr kvikum smátungum, sem lögðust hver ofan á aðra út og suður. Allmikið hefur flætt upp úr gígkötlunum sjálfum, en glóandi læk- ir og kvíslar víða komið upp um rifur og göt utan í gígbrekkunum, runnið áfram í rásum og hraunpípum og sest til í tjarnir. Megin hraunárnar rudd- ust lengra fram í neðanjarðargöngum 57

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.