Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 63
hryggnum getur að líta a. m. k. 4—6 dreifða gígkatla í röð, með undir- göngum í ýmsar áttir, sams konar og lýst hefur verið í Kerlingarhólum, auk nokkurra smárra kleprahrauka. Hraun er að vísu nrjög lítið og hefur runnið stutt, en rennslishættir ná- kvæmlega þeir sömu og í Kerlingar- hólum. Hefur hraunið alls staðar hlaðist upp sem hlöss yfir aðalgosrás- irnar, með smátungum í ýmsar áttir. Hvergi vottar fyrir gjalli né öðrum þeim einkennum, sem bent gætu til gervigíga. Auk jjess er hryggurinn í beinu, skástígu (en echelon) framhaldi Kerlingarhólasprungunnar, en hraun- straumur frá J:>eim hólurn er j^etta hraun ekki. Verður að líta á þessa bungóttu hólakeðju sem raunveruleg- an gosstað. Kemur gossprungan út undan nyrsta hraunhólnum, sem er ósprunginn með öllu, ca. 0,5 km sunn- an túns á Hóli. Er jaað um 40—50 cm víð bergsprunga og hverfur stuttu norðar. Ekki skal fullyrt, livort þarna hefur gosið á sama tíma og í Kerlingarhól- um, þótt líklegt sé jtað (sjá 4. snið, 7. mynd). Stakur gjallgigur Einn gígur er utanveltu í þessum gosstöðvum, en Jtað er gjallgígur 500— 400 m vestan við koll syðstu hraun- hæðarinnar, og mætti fljótt á litið ætla, að hann væri allmiklu eldri (sjá kort, 6. mynd). Hann virðist gíglaus, en við nánari aðgæslu sést, að J)etta er íbjúgur, 60—70 m langur partur úr lágum, Jiykkum gjallbarmi, opinn ANA, utan um víðan, hálffylltan gíg, sporöskjulaga. Gjallið er glerkennt og nokkur hraunflykki á yfirborði, ásamt ávöluðum framandsteinum, sem lang- sennilegast eru úr fornri grjótdreif ofan á Stóravítishrauni (sjá S. Elías- son, 1977). Þessi gjallmelur hefur hlaðist upp í sprengingum. Hraunið frá Kerling- arhólum umfaðmar hann í hálfhring í allbrattri brún, eins og eitthvað hafi staðið í vegi fyrir Jrví, en Jjó er djúp lægð á milli hraunsins og gígfyllunn- ar, og má láta sér detta í hug niður- hruninn gjallbarm. Gjallið er sama efnis að sjá sem í hraunhæðunum og þarna hefur gosið, án hraunrennslis. Er hugsanlegt að hraunkvika hafi komist í náið samband við grunnt jarðvatn, enda er gjallið glerkennt og gígurinn yrði býsna víður, ef hann væri „endurbyggður". Ekki er víst, hvernig stendur á þess- ari utangátta gjallkeilu, en tvennt er hugsanlegt: Að hún sé sníkjugígur frá gosrás Kerlingarhóla, ellegar til orðin í sérstöku gosi. Ummerki á mótum hraunjaðars og gjallgígs benda þó fremur til að dagamunur en ára sé á aldri þeirra (sjá 3. snið, 7. mynd). Hraunið Hraunið er til orðið í Jjunnfljót- andi flæðigosi. Gjalllög eða klepra er engin að finna, nema gjallgíginn staka. Hraunið hefur ollið frá kraum- andi gígtjörnum og hraunbungurnar hlaðist upp úr kvikum smátungum, sem lögðust hver ofan á aðra út og suður. Allmikið hefur flætt upp úr gígkötlunum sjálfum, en glóandi læk- ir og kvíslar víða komið upp um rifur og göt utan í gígbrekkunum, runnið áfram í rásum og hraunpípum og sest til í tjarnir. Megin hraunárnar rudd- ust lengra fram í neðanjarðargöngum 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.