Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 64
5. mynd. Kerlingin, kleprahraukur hjá Kerlingarhólum. Ljósm. Oddur Sigurðsson. —
"The Old Woman”, a spatter cone at Kerlingarhólar.
sínum, með gusum og skvettum upp
um vakir.
Hraunið er eindregið lielluhraun,
nema í útskæklum, með fjölda af
bungandi smáhvolfum (tumuli), sem
sum liver hafa ælt hrauni. Mikið er
af bolium og sporöskjulaga stömpum,
sem tíðast eru niðurbrotin hraun-
hvolf. Mikill fjöldi hvolfanna er liol-
ur að innan, með þunnu þaki, alsettu
glerungsdropum. Hafa þau verið
bungur á neðanjarðargöngum, full
af glóandi kviku, sem rann áfram,
en slatti hefur gubbast út um rifur á
þeim og liggur nú á hvolfunum sem
undnir taumar. Slíkar ælur kalla
hawaiískir eldfjallafræðingar cntrail
pahoehoe, sem nefna má garnahraun.
Óvíða í hraunum hér eru slík býsn
af áðurnefndum hraunmyndunum.
Inni í hraungöngunum sést lækkandi
yfirborð hraunelfanna í storknuðum
glerungsbryggjum á veggjunum og
hrukkóttar skarir fram með veggjum.
Austan í rótum Syðri-Kerlingarhóls
cru nokkrir kleprahraukar (hornitos)
og hafa lilaðist upp úr gasknúðum
slettum upp um göt á lokuðum hraun-
rásum. Stærst hraukanna er Kerling-
in, tæplega 3 m há, og mjókkar upp
í opinn topp (5. mynd). Þrír aðrir eru
skammt frá, misdigrir. Þjóðsaga er til
um þessa dranga. Sá stærsti er tröll-
kerling, sem dagaði uppi með vatns-
fötur sínar, meðan karlinn var niðri
í byggð að afla sér soðningar, minni
hraukarnir eru vatnsfötur kerlingar.
Þök eru yfir öllum gígunum, bæði
í Ke'Iingarhólum og á hraunhryggn-
um nyrðri, og raufar við barmana.
58