Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 66
Hafa þau vafalítið orðið til undir gos-
lok úr máttlitlum klepraslettum, sem
smáþrengt hafa opin.
í fjærstu og þynnstu sporðum
hraunsins er úfið apalhraun, en þar
hefur kvikan verið orðin seig og stökk,
vegna kólnunar.
Hraunið er grátt í brotsár, miðlungi
fínkornótt, með allmiklu af örsmáum
glitrandi dílurn (0,1—0,3 mm), sem
gæti verið feldspat, og mjög strjálum
stærri dílum, gulbrúnleitum (0,5—1
mm), sem gæti verið ólivin. Að díla-
gerð er það ekki líkt öðrum hraunum
í Kelduhverfi.
Stœrð Ker.lingarhólahrauns
Norðurmörk Kerlingarliólahrauns
eru sums staðar sepótt og óglögg.
Norðausturhorn þess nær langleiðina
út undir Hól, ef norðlægi gíghóla-
hryggurinn er meðtalinn. Síðan er all-
mikil hvilft inn í hraunjaðarinn til
suðurs (sjá 6. mynd), en norðvestur-
hornið er óglöggt. Þar kemur það
saman við annað hraun, líklega ekki
ýkjagamalt, Skinnstakkahraun. En
höfundur er ekki nógu kunnugur því
hrauni til að segja neitt ákveðið um
uppruna þess, útbreiðslu og aldur. Á
jarðfræðikorti Kristjáns Sæmundsson-
ar liggur mikil hraunálma (Hraun-
garðar) á Jreim slóðum út á Sanda
milli Kelduness og Krossdals, ofan á
Bunguhrauni, en ekki er það Kerling-
arhólahraun og ég efast um að allt sé
það Skinnstakkahraun. Það er þó
hvorki Stóravítishraun né Bungu-
hraun.
Á hraunálmunni milli Kelduness
og Krossdals mældi ég nokkur jarð-
vegssnið árið 1977, bæði nokkuð sunn-
an þjóðvegar og norðan (7. og 8. snið,
7. mynd). í jarðvegi er þar alls staðar
öskulagið H4, um 4000 ára gamalt, en
hvergi fannst öskulagið H5, um 6150
ára gamalt. Hraunálman nyrst virðist
vera á svipuðu aldursstigi og Bungu-
hraunið lijá Fjöllum, en ögn yngri þó
og öðruvísi að dílagerð og lit. Kerling-
arhólahraun er miklu yngra, eins og
sýnt verður hér á eftir (1.—2. snið, 7.
mynd), og nær hvergi norður að þjóð-
vegi vestan Hóls.
Flatarmál Kerlingarhólahrauns, að
meðtöldum norðlæga gíghólahryggn-
um, er hér lauslega áætlað 12 km2, en
um rúmmálið skal ósagt látið.
Aldur Kerlingarhólahrauns
Gróður er áberandi fátæklegri á
Kerlingarhólahrauni heldur en á
eldri hraununum í kring, en þau eru
gróðursæl og víða runnlendi. Kerling-
arhólahraun er aðallega vaxið gamb-
urmosa og strjálu lyngi og burkna-
gróður í gjám og gjótum. Hvergi hef-
ur heppnast að komast að undirlagi
hraunsins og sjá á hverju það bein-
línis liggur. Það er ósprungið, laust
við gjár og misgengi og sker sig þannig
frá flestum Kelduhverfishraunum.
Jarðvegur er í þynnsta lagi alls
staðar á hrauninu. í rösklega 20 hol-
um, gröfnum hér og jtar í hraundæld-
um, fannst hvergi yngsta forsögulega
öskulagið frá Heklu, H3, um 2800 ára
gamalt. Það er aftur á móti á eldri
hraununum við jaðra Kerlingarhóla-
hrauns (5. snið). Snið 1 og 2 á 7. mynd
eru dæmigerð fyrir Jtykkasta jarðveg-
inn á lnauninu (í hraundældum), og
á Jtað líka við um staka gjallgíginn
og norðlægu gíghólkeðjuna (3. og 4.
snið, 7. mynd).
Með samanburði við snið í fornum
60