Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 76
Bréf til Náttúrufræðingsins
Olíuslys veldur dauða himbrima
Smáritið B. T. O. News er frétta- og
npplýsingablað bresku fuglamerkinga- og
vísindastöðvarinnar British- Trust for
Ornithology (B.T.O.). í nýlegu hefti
þessa rits (nr. 98, febrúar 1979) segir frá
sex rneiri háttar oliuóhöppum sem urðu
við tíretlandseyjar á timabilinu október
1978 til janúar 1979.
Eitt versta þessara slysa, sem er kennt
við Sullom Voe, varð við Hjaltlandseyjar
um áramótin 1978/1979. Má búast við því,
að það hafi afdrifaríkar afleiðingar fyrir
íslenska himbrimastofninn. Islenski varp-
stofn þessarar tegundar hefur verið áætl-
aður 100—300 pör (sjá Votlendi, Rit Land-
verndar 4, bls. 103), eða 200—600 fuglar.
Nú má gera ráð fyrir nokkru af ókyn-
þroska fuglum í heildarstofni íslenskra
himbrima, og er því heildarfjöldinn all-
miklu meiri.
A olíumengaða svæðinu höfðu fundist
um 3700 dauðir fuglar 49 tegunda í apríl/
maí 1979 (Scottish Birds, 1979, 10 (5), bls.
200). Þar af voru 155 himbrimar, eða 25—
50% þess stofns, sem heldur sig á Hjalt-
landseyjasvæðinu að vetrarlagi. Eftir þetta
liefur mér borist bréf breska náttúruvernd-
arráðsins (Nature Conservancy Council),
sem lýsir áhyggjum viðvikjandi himbrima-
stofninum vegna þessa olíuslyss, en þessi
tegund verpur hvergi í Evrópu nema á ís-
landi. Má því gera ráð fyrir, að himbrim-
ár þeir, sem halda sig við Bretland á vet-
urna, séu flestir íslenskir að uppruna. Það
skarð, sem höggvið hefur verið í íslenska
himbrimastofninn með þessu olíuslysi, er
því gífurlegt, eða e. t. v. allt að 50% alls
stofnsins. Margir hefðbundnir varpstaðir
þessarar tegundar hér á landi kunna því
að verða án himbrima á komandi sumri.
Eg vil að lokum beina þeim eindregnu
tilmælum til allra að láta mig vita um
þá staði, þar sem himbrimar hafa orpið
siðastliðin ár, bæði þá þar sem engir him-
brimar verða og jrá sem himbrima er að
finna sumarið 1979.
Ævar Petersen,
Náttúrufræðistofnun íslands
Box 5320, 125 Reykjavík.
Nýtt hefti Acta Botanica Islandica
Fimmta hefti Acta Botanica Islandica
er nýlega komið út; en þetta rit, sem ber
undirtitilinn Tímarit um íslenzka grasa-
fræði, Jró það sé í raun ekki tímarit þar
sem j)að kemur ekki út reglulega, hefur
nú verið gefið út í átta ár. Útgefandi var
í fyrstu Menningarsjóður, en tvö síðustu
heftin hefur Náttúrugripasafnið á Akur-
70