Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 79
Eyþór Einarsson: Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag 1978 Félagar SkráSir félagar og kaupendur Náttúru- fræðingsins í árslok 1978 voru sem hér segir: Heiðursfélagar voru 5, kjörfélagar 3, ævifélagar 57, ársfélagar hér á landi 1710; áskrifendur Náttúrufræðingsins hér á landi (einkum stofnanir og félög) 70, félagar og áskrifendur Náttúrufræðings- ins erlendis (dálítið erfitt er að greina þar á milli) eru 60. Alls eru félagar og áskrif- endur því 1905 og liefur fjölgað um 31 á árinu; 57 nýir félagar hafa bæst við, 18 sagt sig úr félaginu og kunnugt er stjórn- inni um að 8 félagar hafi látist á árinu. Stjórn og aðrir starfsmenn Stjórn félagsins var þannig skipuð: For- maður var Eyþór Einarsson, grasafræð- ingur, varaformaður Leifur Símonarson, jarðfræðingur, gjaldkeri Ingólfur Einars- son, verslunarmaður, ritari Sólmundur Einarsson, sjávarlíffræðingur og með- stjórnandi Baldur Sveinsson, verkfræðing- ur. Stjórnin hélt 7 stjórnarfundi á árinu. I varastjórn voru Bergþór Jóhannsson, grasafræðingur og Einar B. Pálsson, verk- fræðingur. Endurskoðendur voru Eiríkur Einars- son, verslunarmaður og Magnús Sveins- son, kennari. Varaendurskoðandi var Gestur Guð- finnsson, blaðamaður. Ritstjóri Náttúrufrœðingsins var Kjart- an Thors, jarðfræðingur. Afgreiðslumaður Náttúrufrœðingsins var Stefán Stefánsson, fyrrverandi bóksali. Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafs- sonar skipuðu Guðmundur Eggertsson, erfðafræðingur, Ingólfur Davíðsson, grasa- fræðingur og Sólmundur Einarsson, sjáv- arlíffræðingur, en hann var jafnframt gjaldkeri sjóðsins. Varamenn i stjórn Minningarsjóðs E. Ó. voru Ingimar Óskarsson, náttúrufræðing- ur og Sigurður H. Pétursson, gerlafræð- ingur. Aðalfundur Aðalfundur fyrir árið 1978 var haldinn laugardaginn 24. febrúar 1979 i stofu nr. 422 í Arnagarði við Suðurgötu í Reykja- vík. 14 félagar sóttu fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Einar B. Pálsson, verkfræð- ingur, og fundarritari Axel Kaaber, fram- kvæmdastjóri. Formaður minntist látinna félaga og flutti skýrslu um störf félagsins á árinu. Reikningar félagsins voru lesnir upp og samþykktir. í umræðum um skýrslu stjórnarinnar bar ýmislegt á góma, einkum varðandi útgáfu Náttúrufræðingsins, innheimtu vangoldinna félagsgjalda og undirbúning næstu útgáfu Flóru Islands. Fundarmenn voru sammála um að hætt skyldi að senda þeirn félögum Náttúrufræðinginn sem skulduðu fleiri árgjöld en tvö, þangað til þeir hefðu gert hreint fyrir sínum dyrum og greitt þá árganga sem þeir væru þegar búnir að fá, og var stjórninni falið að framfylgja þessu. Úr stjórn áttu að ganga Baldur Sveins- son, meðstjórnandi og Sólmundur Ein- Náttúrufræðingurinn, 49 (1), 1979 73

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.